Valgerður sýnir frumkvæði og djörfung

Með því að stefna á eðlilegt diplómatísk samskipti við heimastjórn Palestínu, tekur Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra af skarið og sýnir þessari þjáðu þjóð virðingu og stuðning í baráttu sinni fyrir eðlilegri tilvist. Það ber að stefna að því að sjálfstætt ríki Palestínu verði stofnað. Fyrr verður engin von um að um hægist í þessum heimshluta. Valgerður sýnir að hún þorir að reka sjálfstæða utanríkisstefnu, því hvorki Bandaríkin né Evrópusambandið hafa þorað að stíga þetta skref.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband