Ómar einn í skotgröfunum

Ómar Ragnarsson telur nú að hann sé nánast eini umhverfisverndarsinninn sem sé í framboði. Fyrir það fyrsta er Ómar ekki umhverfisverndarsinni í sínum málflutningi. Hann talar fyrir náttúruvernd.

Í þessari færslu á heima síðu fer hann ófögrum orðum um þá sem ekki eru í íslandshreyfingunni

Talar hann niður auðlinda og nýtingarfrumvörpin, sem Jón og Jónína lögðu fram, sem ALLIR flokkar stóðu að því að semja, í sátt, en stjórnarandstaðan ákvað að segja sig svo frá málinu á lokasprettinum, að því að virðist vegna þess að þeir gátu ekki unað Framsókn að koma þessu góða máli í gegn. Málflutningur hennar um að til standi að rústa öllu á meðan á matinu standi heldur ekki vatni eins og skýrt sést á kortinu hér neðar á síðunni og birtist með grein Jónínu um málið. Um er að ræða 4 svæði sem allir flokkar hafa talað jákvætt um.

Hér er því ekki um neinn þykjustuleik að ræða. Ómar verður að koma sér upp úr skotgröfunum og ræða hvað hann vill og leggur til, annað en stórastopp og á hvaða forsendum. Ef grein Jónínu er lesin og kortið er skoðað, þá er alveg ljóst að af þeim kostum sem mögulega væri hægt að hefja framkvæmdir við, Svartsengi, Hellisheiði, Þjórsá og Kröflusvæðið, er afl þeirra þvílíkt að það líður langur tími þar til þörf er á að fara í önnur svæði. Hugsanlega verða djúpboranatilraunir komnar það langt þá að sú pressa verði enn minni. Þannig ætti að gefast góður tími til að fara yfir þau, þeas þau sem merkt eru með upphrópunarmerki. Hin á ekki að snerta og það er ósæmandi að gera fólki upp þann óheiðarleika að ætla þeim annað.

Ómar hefur ekki bent á margt sem ætti að koma í stað iðnþróunar í umræðunni annað en ferðaþjónustu. Nema að stöðnun og atvinnuleysi sé valkostur hjá honum ?

Hvernig ætlar hann að réttlæta þá losun á gróðurhúsalofttegundum sem fylgir ferðaþjónustunni, en það flugeldsneyti sem selt er hér á landi, veldur losun sem nemur helming núverandi losunar frá stóriðjunni. Þá eiga vélarnar eftir að komast til landsins. Sérstaklega í ljósi þess að verið er að gera tilraunir með keramikskaut, sem munu gera losun frá álverum hverfandi verða svörin að vera betri.

Niðurstaða mín er sú að Ómar er ekki að tala um loftslagsmál, eingöngu náttúruverndarmál og sá málflutningur er ekki umhverfisverndarmálflutningur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband