Nethal - sniðug leið til að senda skjöl á milli

Félagi minn er búinn að setja upp sniðuga þjónustu. Fría skráasendingu fyrir stór skjöl, allt að 500 MB. Þjónustan er einungis til sendinga innanlands og til sendinga frá Íslandi til útlanda, en ekki til landsins. Þess vegna er hægt að hafa hana gjaldfrjálsa, keyrða á auglýsingum.

Þú hleður skránni á netþjón þeirra, kerfið sendir tölvupóst á þann sem taka á við skjalinu. Móttakandinn fær sem sagt sendan tölvupóst með leiðbeiningum og slóð sem hann á að fara inn á. Þú getur náttúrulega líka sent skjalið á sjálfan þig ef þú ert t.d. að fara með kynningu á milli húsa.

Þannig þarf ekki að hlaða skjölunum inn í tölvupósta og senda, sem tekur pláss í tölvupóstþjónum og margir póstþjónar heimila bara takmarkaða stærð og ættu 500 MB að vera nóg fyrir flestar sendingar.

Mæli með þessu. Slóðin er www.nethal.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband