Stjórnarráðið inc
23.4.2007 | 09:44
Það er ekki einleikið hvað stuttbuxnadrengir Sjálfstæðisflokksins eru duglegir. Nú kemur áróður, kostaður af Viðskiptaráði, um að ríkið eigi að losa sig við fangelsið við Arnarhól, Seðlabankann, Alþingishúsið og allar aðrar húseignir ríkisins, selja það einhverjum aðila sem leigði þeim það svo aftur...
Hreinn pólitískur áróður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, greiddur af einhverjum öðrum. Svipað og greiningar ASÍ eru að nýtast Samfylkingunni beint.
En heyr á endemi. Einkarekstur á vel við á vissum stöðum, sérstaklega í nýbyggingum. Höfðaborg er ágætt dæmi um það, meðan að hús nefndasviðs Alþingis við Austurvöll er ömurlegt dæmi um það sama. En að afsala sér langtímayfirráðum yfir þjóðargersemum til einkaaðila sem fara að beita algerri hagkvæmni í rekstri (les draga viðhald eins og hægt er) kemur einfaldlega ekki til greina.
Ríkissjóður er skuldlaus og því þarf ekki að selja eignir til að greiða niður skuldir, það er búið að því. Nú er um að gera að reka ríkissjóð sem gegnumstreymissjóð, sem hægt er að nýta með fullu afli til að stýra efnahagslífinu
Segir hagkvæmt fyrir opinbera aðila að selja fasteignir sínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:56 | Facebook
Athugasemdir
Er ríkissjóður skuldlaus?
Þú átt að tala af virðingu um samferðarflokk þinn
Tómas Þóroddsson, 23.4.2007 kl. 11:06
Á aðalfundi Seðlabankans tilkynnti Geir H Haarde reyndar að hann ætlaði að breyta 44 milljörðum af inneign ríkissjóðs í eigið fé bankans. Að öðru leiti er ríkissjóður nú skuldlaus, þegar tekið er tillit til þeirrar inneignar sem ríkissjóður á í Seðlabankanum.
Ég tala af fullri virðingu um staðreyndir mála, sama um hvaða flokk ræðir. Líka þinn, eins og mér er unnt.
Gestur Guðjónsson, 23.4.2007 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.