Íhaldið akkerið í stjórnmálunum!

Geir H Haarde greinir stöðu eigin flokks nokkuð vel í Viðskiptablaðinu í dag. Segir hann að Sjálfstæðisflokkurinn sé akkerið í íslenskum stjórnmálum.

Akkeri halda skipum föstum, erfitt er að draga þau af stað og hreyfast þau hægt þegar akkerið er niðri.

Þeir sem hafa fylgst með kosningabaráttu íhaldsins núna og reyndar undanfarnar kosningar hafa séð að þeir segja nánast ekki neitt, annað en að vel hafi gengið hingað til. Lítil nýsköpun og lítill frumleiki einkennir þeirra ályktanir, fyrir utan það sem frjálshyggjumennirnir koma inn, svona rétt til að minna á að flokkurinn sé hægriflokkur. Báknið burt og viðlíka yfirlýsingar eru löngu þagnaðar.

Það er eðlilegt, miðað við gengið í skoðanakönnunum, forystan vill engan styggja og stefnumótunin í rauninni sú að taka ávallt lægsta samnefnara, mál sem komin er almenn sátt um í öllu samfélaginu, en þau sem hugsanlega geta valdið ágreiningi eru einfaldlega ekki rædd og stungið undir stól. Má þar nefna þau löngu tímabæru mál sem Halldór Ásgrímsson setti af stað um endurskoðun stjórnarskrárinnar og endurskipulagningu stjórnarráðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband