Einmana börn - ábyrgð foreldra og samfélagsins

Á ráðstefnu sem haldin var í vetur til að hvetja konur til að bjóða sig fram til Alþingis hélt Guðrún Helgadóttir meðal annarra framsögu um sína pólitísku þátttöku. Eins og svo oft áður kom hún kjarnanum í orð á einfaldan og beittan hátt, þegar hún sagði eitthvað á þá leið að konur hefðu í eigingirni sinni rokið út á vinnumarkaðinn þegar þær fengu frelsi til þess, en hefðu skilið börnin og gamla fólkið eftir heima.

Mér finnst þetta lýsa þeim þjóðfélagsbreytingum sem hafa átt sér stað afar vel. Ég vil reyndar ekki kalla þetta eigingirni kvenna, heldur hefur samfélagið ekki brugðist eða getað brugðist nógu hratt við þeirri breytingu að konur hættu að vera húsmæður í fullu starfi, sem sinntu eldri og yngri fjölskyldumeðlimum um leið.

Fjárhagsstaða hins opinbera hefur í gegnum áratugina haft mikið um það að segja að ekki hefur verið bolmagn til, en með sífellt öflugra atvinnulífi sem skapar tekjur í samfélaginu, hefur Grettistaki verið lyft, þótt margt sé enn ógert.

En fleira kemur til.

Þegar við erum með launakerfi sem er með um 80% yfirvinnuálag erum við að refsa þeim sem sinna fjölskyldum sínum með því að vinna eðlilegan vinnudag umfram þá sem ekki gera það eða eiga ekki börn. Yfirleitt eru það konurnar sem svo vinna styttri vinnudag, meðan að karlinn vinnur lengur og aflar því enn meiri tekna. Gæti trúað að þetta skýri stóran hluta af þeim óútskýrða launamun sem er á körlum og konum og því er lækkun yfirvinnuálagsins og tilsvarandi hækkun dagvinnulauna leið til lausnar á því vandamáli um leið og það hvetur foreldra til að vera heima hjá börnunum sínum og verður til að bæta samfélagið í heild sinni og velferð okkar allra.

Framsókn hefur þá stefnu að ríkið eigi að ganga á undan með góðu fordæmi í næstu kjarasamningum og setja þannig línuna fyrir restina af vinnumarkaðinum.


mbl.is Einmana börn auðveld bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Theódórsson

Það er sorglegt að foreldrum skuli ekki vera gefin raunverulegur valkostur varðandi umönnun og uppeldin barna sinna. Aðeins þeir fjársterku geta leyft sér þann lúxus að ala upp sín börn. Það er löngu úrelt að skylda börnin til að mæta í uppeldisstofnanir. Því miður hefur sú skylda lengst um 2 ár á síðustu árum. Með ríkulegum heimgreiðslum yrði vinna við uppeldi loks viðurkennd

Elías Theódórsson, 26.4.2007 kl. 09:50

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Heimgreiðslur mega ekki koma í stað skólakerfisins eins og íhaldið er að boða. Það myndi stuðla að enn frekari einangrun hópa sem þegar eru einangraðir, eins og nýbúum.

Gestur Guðjónsson, 26.4.2007 kl. 13:31

3 Smámynd: Elías Theódórsson

Gestur, Þetta er spurning um valfresli, Norðmenn hafa verið með heimgreiðslur í mörg ár og þar eru íhaldsmenn ekki alsráðandi. Heimgreiðslur til barna á leiksskóla aldri verða aldrei álitnar í stað skólakerfisins. Það eru alltof mörg börn vanrækt og líður á uppeldisstofnunum. Alltof mörg börn þrá meiri samvistir við foreldra sína.

Elías Theódórsson, 26.4.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband