Nýr vefur um loftslagsmál

Í dag, á degi umhverfisins var vefurinn www.co2.is opnaður. Um er að ræða afar góðan og fræðandi vef um loftslagsmál, sem á eftir að verða sífellt umfangsmeiri í allri umræðu á komandi árum. Það eitt að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er farið að taka málið fyrir, er óræk sönnun þess að málið sé alvarlegt.

 Rak augun í magnaða staðhæfingu á vefnum:

"Orkufrekur iðnaður á Íslandi nýtur þess að vera knúinn af endurnýjanlegum orkugjöfum og því er útblástur vegna þessa iðnaðar hér miklu mun minni en þar sem jarðefnaeldsneyti er notað.  Ætla má að sparnaður á útblæstri, samanborin við kolaorku, muni ná um 10 milljón tonnum af CO2 af álvinnslunni einni saman. Það er hinn alþjóðlegi umhverfisparnaður sem fæst með því að keyra orkufrekan iðnað á endurnýjanlegum orkugjöfum."

Heildarlosun Íslendinga, að flugsamgöngum undanskyldum nemur samkvæmt vefnum 3,7 milljónum tonna árið 2005.

Það mætti því segja að vegna stóriðjunnar ættum við að eiga inni 6,3 milljóna tonna kvóta ónýttan. Athyglisvert

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband