Af hverju er ekki allur arðurinn greiddur?
26.4.2007 | 16:30
Landsvirkjun samþykkti á aðalfundi sínum að greiða hálfan milljarð í arð til eiganda síns, Ríkisins. Gott mál.
Fyrirtækið hefur, eins og reyndar fleiri fyrirtæki, verið eins og ríki í ríkinu og farið ansi frjálslega með úthlutun á fé, sem er í eigu okkar Íslendinga. Fé sem Alþingi samkvæmt stjórnarskrá á með raun og réttu að úthluta hvað varðar hlut ríkisins og Reykjavík og Akureyri, hvað þeirra hlut áhrærði.
Tek nokkur dæmi
- Úthlutun forrits til að halda grænt bókhald. - Gott mál, sem ég styð, en á réttum vegum, t.d. Umhverfisstofnunar eftir samþykki Alþingis.
- Alþjóðahús og Landsvirkjun gerðu með sér samning um að auka umræðu og fjölga viðburðum sem tengjast fjölmenningu á Íslandi og málefnum innflytjenda. - Gott mál, á vettvangi Félagsmálaráðuneytisins eftir samþykki Alþingis
- Í nóvember samþykkti stjórn Landsvirkjunar beiðni frá Ómari Ragnarssyni, fyrrverandi fréttamanni, um stuðning við kvikmyndagerð af myndun Hálslóns og veitti honum 8 milljóna kr. styrk gegn afnotum af kvikmyndaefni hans. - Það má kannski réttlæta þetta.
Í þessum tilfellum er sem sagt verið að úthluta fé, sem kemur til lækkunar á arðgreiðslu rynni ella til ríkisins, sem Alþingi ætti svo að ráðstafa með lögum.
Þessar ákvarðanir eru þó teknar af fulltrúum stjórnarflokkanna, en þegar fram koma jafn fráleitar hugmyndir eins og hjá Samfylkingunni um að fyrirtækjum verði gert heimilt að draga fjárveitingar til góðgerðarmála frá skatti! Um væri að ræða heimild til handa einhverjum aðilum úti í bæ til að veita sjálfum sér skattaafslátt til einhverra mála. Hvaða jöfnuður er það og hvaða skynsemi er það og hvaða ráðdeild með skattfé borgaranna?
Páll Magnússon stjórnarformaður Landsvirkjunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Facebook
Athugasemdir
Það var spurst fyrir um árið um styrki Landsvirkjunar og fleira.
Pétur Þorleifsson , 1.5.2007 kl. 16:38
Nákvæmlega. Þetta er ekki eðlilegt.
Gestur Guðjónsson, 1.5.2007 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.