Aftaka stefnu Frjálslyndra í útlendingamálum

Í fréttum RÚV í gærkvöldi var forsenda stefnu Frjálslyndra tekin og henni pakkað saman og þá stefnunni í leiðinni. Ef Frjálslyndir halda áfram með útlendingaumræðuna er það þá einvörðungu knúið áfram af þeim sömu hvötum og Pia Kærsgaard og fleiri hafa látið stjórna sér á undanförnum árum. Á Norðurlöndum er í einhverjum tilfellum ástæða til að sporna eitthvað við fótum vegna álags á tryggingakerfið og atvinnuleysisbætur. Því er sem betur fer ekki að heilsa hér á landi, svo hér hlýtur að vera um að ræða einfaldan gamaldags heimóttarhátt, sem engu skilar, nema tortryggni í samfélaginu.

Ragnar nokkur Árnason, sem er forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði í fréttunum að hefting komu vinnuafls frá Evrópu sé allskostar óraunhæf sökum þess að framkvæmdastjórn ESB getur farið í aðgerðir gegn landinu sem, hefti frjálsa för Íslendinga um Evrópu en einnig gegn útflutningsafurðum okkar á erlendum mörkuðum.  Íslendingum verði þannig ekki heimilt að dvelja, búa, starfa og stunda nám í Evrópu. Einnig að t.d. íslenskur saltfiskur verði ekki í boði  á portúgölskum heimilum, eða  á ítölskum veitingahúsum. Ansi gæti  það haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg sem Frjálslyndir telja sig á sama tíma vera að verja.

Það er ótrúlegt að hæstaréttarlögmaðurinn Jón Magnússon skuli ekki vera betur að sér í þessum málum, áður en hann veður áfram með málið á þennan hátt, vel studdur og hvattur áfram af Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Ég vorkenni Adda Kidda Gau að vera með þessa menn með sér, því hann virðist vera vænsti kall, sem á fullt erindi á þing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Skyldi Ragnar Árnason hafa vottun frá EB um að hann einn meti þetta rétt.?

Mætti kannske láta á þetta reyna fyrst, áður en við  ákveðum að Ragnar og aðrir beturvitrungar hafi lög að mæla! 

Kristján H Theódórsson, 26.4.2007 kl. 16:22

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvernig er hægt að láta reyna á þetta án þess að það valdi okkur þegar skaða við tilraunina eina? Er um einhverja hagsmuni að ræða sem verið er að verja? Sé ekki betur en að um loose loose stöðu sé að ræða

Gestur Guðjónsson, 26.4.2007 kl. 16:26

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Líklega yrðu viðræður um málið fyrst áður en einhverjar ákvarðanir yrðu teknar, og kannað hvernig á þessu yrði tekið!

Aldrei að vita nema skilningur gæti verið fyrir málinu. Engin ástæða að gefast upp fyrirfram.

Kristján H Theódórsson, 26.4.2007 kl. 16:29

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Skilningur á hvaða máli? Hvert er vandamálið sem við stöndum frammi fyrir sem aðrar þjóðir standa ekki frammi fyrir og þá jafnvel í mun meiri mæli...

Gestur Guðjónsson, 26.4.2007 kl. 16:34

5 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Það getur ekki verið skynsamlegt að leggja það á smáþjóð að henni beri skilyrðislaust að taka ómælt við straumi fólks , án tillits til þeirrar aðstöðu sem hægt er að bjóða viðkomandi.  Við hljótum að geta áskilið okkur rétt til að  miða flæði aðflytjenda við það sem er viðráðanlegt útfrá þeim forsendum að við getum veitt öllum viðunandi húsnæði og þjónustu!

Kristján H Theódórsson, 26.4.2007 kl. 16:40

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Held að við sem erum svona ofarlega á lista yfir ríkustu þjóðir heims mætum litlum skilningi. Þú athugar að einingarnar í okkar samfélagi eru ekkert minni en hjá hinum stærri þjóðum, þau eru bara fleiri hjá þeim en okkur

Gestur Guðjónsson, 26.4.2007 kl. 16:45

7 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Skynsemin hlýtur að ráða, ekki síst þar sem við búum við fremur kalda veðráttu, þannig að fólk verður varla hýst í tjöldum. Ríkidæmið sem slíkt afsalar okkur ekki réttinum til að taka við fólki með sómasamlegum hætti. Auðvitað verðum við að standa okkar pligt gagnvart flóttafólki líka, en við gerum því ekki greiða með að hleypa því hér á guð og gaddinn eingöngu.

Kristján H Theódórsson, 26.4.2007 kl. 17:12

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tjöldum? Veit ekki til þess að fólk sé hýst í tjöldum neins staðar hér nærri okkur.

Gestur Guðjónsson, 26.4.2007 kl. 17:28

9 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Það er augljóst af lestri skrifa þinna að þú hefur enga þekkingu á þeim málefnum sem þú et að dæma. Frá árinu 1994 hef ég mikið komið nærri málefnum erlendar starfsmanna hér á landi og veit hve skelfilega er komið fram við blessað fólkið. Einnig er þörf á að  horfa til þess að nú er búið að skuldsetja þjóðina svo mikið, vegna byggingaframkvæmda og annarrar þennslu sem ekki skilar þjóðinni tekjum, að nú verður að draga saman seglin. Þá fækkar stórlega atvinnutækifærum. Þá stöndum við frammi fyrir köldum veruleika. Það fólk sem hingað hefur komið, er mun heilbrigðara í hugsunarhætti en almenningur á Íslandi, þegar peningamál eru annars vegar. Þetta fólk er yfirleitt lítið skuldsett, hefur mikið lægri væntingastuðul en við og getur því mun betur en við starfað á lágum launum. Hefur þú hugsað um það hvernig þú bregst við, eftir kannski 1 til 2 ár, þegar eina leiðin til að fá vinnu verður sú að sætta sig við verulega lækkun launa? Þetta er veruleiki sem er rétt handan við hornið og margir heimsþekktir hagspekingar hafa varað við á undanförnum árum. Ertu tilbúinn að sætta þig við 25 til 30% lækkun launa? Erlenda fólkið mundi telja það vel borgað að fá slík laun.

Guðbjörn Jónsson, 26.4.2007 kl. 17:51

10 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Það hefur nú ekki þvæst fyrir Ragnari Árnasyni að taka sveig framhjá mikilvægum sannindum. Það verður að líta á orð hans og skrif í ljósi þess að hann er að vinna vinnuna sína fyrir samtök atvinnulífsins. Það er svo augljósir hagsmunir þeirra samtaka að sem mest fjölgi erlendu vinnuafli, svo það auðveldi atvinnurekendum að knýja fram verulega lækkun vinnulauna.

Guðbjörn Jónsson, 26.4.2007 kl. 17:59

11 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Guðbjörn. Það vill þannig til að ég hef talsverða innsýn í þessi málefni. Hef einmitt bent á þetta vandamál með kauptaxtana. Þar hefur verkalýðshreyfingin sofið á verðinum, sjá hér.

Gestur Guðjónsson, 26.4.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband