Spennumælar Moggans eitthvað að klikka vegna stjórnarformennskunnar

Á síðu 2 í Mogganum í dag er stórfurðuleg frétt af stjórnarformannsmálum Landsvirkjunnar. Fyrirsögnin er að stjórnarformannsskipti munu eiga sér stað, sem mun vera rétt, en í undirfyrirsögn segir að Siv og Guðni séu komin í hár saman. Í fréttinni, sem engin blaðamaður skrifar undir, er svo ekkert fjallað um í hvaða hári þau séu komin saman.

Á heimasíðu Sivjar kemur svo fram að um ekkert slíkt sé að ræða. Það er sem sagt engin spenna í Siv vegna þessa máls og ekki heldur í Guðna, þannig að eitthvað virðist spennumæling Moggans vera að klikka. Stöð 2 reyndi líka að skapa írafár út af þessu máli í gær, þannig að eitthvað virðast menn vera farnir fram úr sjálfum sér í samsæriskenningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband