Fyrstu verk Slow Down stjórnarinnar
8.5.2007 | 14:15
Eins og skoðanakannanir líta út í dag er eina starfhæfa stjórnin í kortunum stjórn S og D, Slow Down stjórnin, en Ingibjörgu Sólrúnu liggur svo mikið á að komast í stjórn að hún semur um nánast óbreytta stjórn, amk óbreytta skiptingu ráðherra..
Ráðherraskipanin yrði þá líklegast eitthvað á þessa leið:
Sjálfstæðisflokkur
- Geir H Haarde Forsætisráðherra
- Árni Mathiesen Fjármálaráðherra
- Einar K Guðfinnsson Sjávarútvegsráðherra
- Sturla Böðvarsson Samgönguráðherra
- Björn Bjarnason Dómsmálaráðherra
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra.
Samfylking
- Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra.
- Ágúst Ólafur Ágústsson heilbrigðisráðherra
- Jóhanna Sigurðardóttir Félagsmálaráðherra
- Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra. Guð mun forða bönkunum frá honum í stól fjármálaráðherra
- Kristján Möller Umhverfisráðherra
- Björgvin G Sigurðsson Landbúnaðarráðherra.
Fyrstu verk nýrra ráðherra væru líklegast eftirfarandi.
Utanríkisráðuneytið
Hér yrði fyrsti biðlistinn tæmdur með aðstoð Eiríks Bergmanns aðstoðarmanns. Biðlisti atvinnulausra alþingismanna. Sigríður Anna Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir yrðu gerðar að sendiherrum og haldin veisla til að fagna bættu jafnrétti í utanríkisþjónustunni. Mannréttindastefnan sem Valgerður vann að verður umsvifalaust gerð að stefnu Samfylkingarinnar. Evrópumálin verða sett í stóra nefnd sem verður ætlað að skila áfangaskýrslu um kosti og galla ESB aðildar árið 2030.
Félagsmálaráðuneytið
Fullt starf yrði fyrstu árin að fá samþykkt þau lög sem ráðherrar Framsóknar hafa undirbúið og kynnt, um jafnrétti kynjanna og launamisrétti. Jóhanna færi að öðru leiti ófáar ferðir í fjármálaráðuneytið að óska meira fjár til sveitarfélaganna.
Heilbrigðisráðuneytið
Bygging Landspítalans verður stöðvuð umsvifalaust, að kröfu Jóns Sigurðssonar fyrrverandi, til að geta sagst hafa dregið úr opinberum framkvæmdum. Að öðru leiti yrði ráðherra í því að vígja BUGL, þau tæplega 400 hjúkrunarrými sem undirbúningi er lokið á eða komin í byggingu, 65 yrðu vígð á þessu ári. Að öðru leiti færi tími Ágústar og Árna í að rífast um hver hefði réttar upplýsingar. Margréti Frímansdóttur yrði veitt staða forstjóra Tryggingastofnunnar og Karli Steinari veitt fálkaorðan fyrir að hafa haldið stöðunni innan kratanna allan þennan tíma.
Landbúnaðarráðuneytið
Björgvin G Sigurðsson heldur áfram þeirri stefnu sem hann hefur kynnt á fundum, sem er samhljóða stefnu Framsóknar, en ósamhljóða stefnu Samfylkingarinnar. Það mun koma Samfylkingunni talsvert á óvart fyrst í stað.
Iðnaðarráðuneytið
Össur fer í að semja um háar skaðabætur til þeirra orkufyrirtækja sem Samfylkingin stöðvar þróun og uppbyggingu hjá, í Svartsengi, Hellisheiði og Þeistareykjum. Í framhaldinu verður samið við Húsvíkinga um sérstakan byggðastyrk - tímabundið.
Umhverfisráðherra
Kristján Möller mun berjast hart gegn stöðvun stóriðjuframkvæmda við Húsavík við iðnaðarráðherra og bíða lægri hlut. Að því loknu mun umhverfisráðherra sneiða fram hjá Þingeyjarsýslu á ferðum sínum um kjördæmið það sem eftir er kjörtímabilsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
úff, er ekki alveg að falla fyrir þessu.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.5.2007 kl. 15:43
Er þetta framsóknar-strategían í dag.....tala um stjórn S og D? Það er klárlega einn valkosturinn í stöðunni ef B og D ná ekki meirihluta.
Sjálfsstæðisflokkurinn er búinn að tala um að þeir vilji heilbrigðisráðuneytið. Svo er ósennilegt að Guðlaugur Þór og Kristján Þór fái ekki stóla.
Eggert Hjelm Herbertsson, 8.5.2007 kl. 16:31
Þetta hljómar ekki ólíklega Gestur. Ekkert slæmt fyrir Samfylkinguna að setjast í vel rekið bú. Það þarf nánast ekkert að gera nema að endurprenta fínu bæklingana með smá breytingum úr stefnuskrá Framsóknar.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 8.5.2007 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.