Frjálslyndir vilja auka skattbyrði lífeyrisþega - Kosningaloforðaflaumur V

Í flokkaþætti Frjálslyndra kom enn betur í ljós hvaða stefnu þeir hafa í skattamálum og hversu heillum horfnir þeir eru í skattamálum. Ég hef áður fjallað um arfavitlausar tillögur þeirra er varða tekjuskattinn, þar sem þeir vilja í raun afnema staðgreiðslukerfið. Nú vilja þeir ganga lengra í vitleysunni og auka skattbyrði lífeyrisþega um 4,3 milljarða!

Það gera þeir með því að vilja skattleggja lífeyrisgreiðslur eins og sem fjármagnstekjur. Engin persónuafsláttur er á fjármagnstekjur og því 10% skattur á alla 34 milljarðana sem greiddir eru úr lífeyrissjóðunum.

Annars lítur skattaloforðaskjalið út svona núna:

Tekjur-skattar-ofl-05


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæll Valdimar: Ég hefði haldið að menn myndu vilja hafa þetta þannig, spurning hvernig eigi að skattleggja verðbæturnar. Tillögur Framsóknar eru á þann veg. En Magnús Þór Hafsteinsson sagði þetta skýrt. 10% fjármagnstekjuskatt af lífeyrissjóðsgreiðslum, án nokkura fyrirvara.

Gestur Guðjónsson, 9.5.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband