Geir ber greinilega ekki mikið traust til VG og S

Það að Geir Haarde skuli virkilega vilja reyna til þrautar að fá Framsókn, stórlaskaða, með sér í áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf, með eins þingmanns meirihluta í stað þess að fara í stjórn með Samfylkingunni eða forvitnilega stjórn með VG segir meira en mörg orð um hvaða augum Geir sér þessa flokka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddur Ólafsson

Hann myndi náttúrulega að þurfa að semja við hina flokkana, en þarf bara að útdeila ráðherrastólum til Framsóknar.  Það mætti kannski segja að Framsókn sé að verða deild í Sjálfstæðisflokknum.  Geir nennir ekki að standa í miklum vandræðum, þess vegna skil ég hann mjög vel að vilja vinna áfram með Framsókn.  

Oddur Ólafsson, 16.5.2007 kl. 01:22

2 identicon

Jam þetta er svona nennuleysi hjá Geir. Það er athyglisvert að kaffibandalgið hefur fleirri atkvæði á bak við sig en núverandi stjórn. Þeim er hreinlega ekki stætt á að sitja áfram. En með Framsókn áfram í stjórn tryggir Sjálfstæðisflokkurinn sér meiri völd.

Það sem mér finnst persónulega að Framsókn ætti að gera, þá væri það að fara í stjórnarandstöðu og nota tíman til að byggja sig upp. Skipta um skipstjóra í brúnni sem nær meira til alþýðunnar. Þar sé ég fyrir mér hina upprendandi stjörnu Framsóknar Bjarna Harðar og Jónínu Ben sem varaformann. Ég veit að margir Framsóknarmenn eru mér sammála enda móðurættin ein stór Framsóknarætt frá Borgarnesi

Björg F (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 11:05

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er spurning hvort Geir sé bara að bíða og stríða Framsókn, eins og Steingrímur Snævarr Ólafsson heldur fram á sinni bloggsíðu, allt í plati, en vera að semja við VG á fullu á bakvið tjöldin. Steingrímur Joð aftók það ekki í hádegisviðtalinu

Gestur Guðjónsson, 16.5.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband