VG fellir tjöldin

Eftir hádegisviðtalið á Stöð 2 í dag við Steingrím Joð er maður algerlega bit. Slík er stefnu- og prinsippfesta flokksins núna þegar allar kýr á Alþingi virðast vera yxna.

Í stað þess að tala um algert stóriðjustopp án undantekninga, sem var aðalkosningamál hreyfingarinnar, baular hann nú um það sem er tæknilega og lagalega mögulegt að stoppa og Helguvík er amk undir, með virkjunum á Reykjanesi og í Neðri-Þjórsá. Ekki var í eitt einasta skipti minnst á neina slíka fyrirvara í málflutningi þeirra í einum einasta þætti sem ég fylgdist með í kosningabaráttunni og fylgdist þó með mörgum.

Hann hefur sem sagt tekið upp nákvæmlega sömu stefnu og Framsókn sýndi á Íslandskorti sínu, sem þó var með Þeistareyki á stefnuskránni til að tryggja framkvæmdina á Bakka á Húsavík.

Kjósendur VG hljóta að finnast þeir hafa keypt köttinn í sekknum núna og hafa slæmt bragð í munninum, nú þegar Steingrímur er farinn að semja við sjálfan sig í beinni útsendingu og kastar stefnufestu sinni fyrir róða til að komast í stjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hef alltaf litið á Vinstri-græna sem söluvöru umvafnir í ,,nátturúvænar" umbúðir.
Hápunkturunn var þegar þeir skriðu á fjórum fótum frammi fyrir Alcan og
báðu þá um kr.300.000 í kosningastyrk.........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.5.2007 kl. 20:12

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Þetta eru óvenjulega"grafískar" lýsingar hjá þér Gestur. Maður er svosem öllu vanur úr sveitinni en það er spurning hvort að aðaltuddinn verði eitthvað tilkippilegri við Steingrím og félaga eftir að stefnuskránni var hent í ruslið í hádeginu í von um góða stóla og einkabílstjóra. Ég skildi orð Steingríms amk. þannig að öll prinsípp flokksins séu til sölu fyrir ráðherrastóla.

Sjáum hvað setur. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 16.5.2007 kl. 20:18

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sveinn: Framsóknarmenn verða að sjálfsögðu að vega og meta stöðuna út frá eigin forsendum. Ekki forsendum annarra.

Bjarni: Ég tók aldrei eftir því. Ef þú getur bent mér á einn stað sem þetta kemur fram, þá er í mesta lagi um ósannindi í auglýsingum að ræða, ekki svik við málstaðinn. Þegar menn auglýsa stóriðjustopp og gera enga grein fyrir varnöglum geta menn ekki talist trúverðugir.

Gestur Guðjónsson, 17.5.2007 kl. 12:13

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Gaman að lesa færslu þína frá því gær.

Tómas Þóroddsson, 17.5.2007 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband