Húsnæðiseigendur allra landa sameinist

Nú hlakkar í bönkunum. Þeir sjá fram á að Íbúðalánasjóður verði seldur umyrðalaust og framlög til samkeppnismála dregin saman. Til bölvunar fyrir alla húsnæðiseigendur, þó sérstaklega úti á landi.

Líklegast verður þessarar stjórnar minnst, ef Geir er ekki að fífla ISG á leið sinni til VG, sem stjórnarinnar sem lagði landsbyggðina í rúst. Íbúðalánasjóður er ein sú mikilvirkasta byggðastofnun sem komið hefur verið á stofn, þar sem kjör og aðgengi að fjármagni er það sama um allt land, með mannúðlegum greiðsluaðlögunarmöguleikum og góðum kjörum. Það mun allt breytast þegar bankarnir eru orðnir einir á markaði. Afnám stimpilgjalds gæti hugsanlega minnkað áhrifin eitthvað á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi verður fólki gert ómögulegt að fjármagna húsnæðiskaup.


mbl.is Telur að ný „viðreisnarstjórn" verði fjármálamörkuðum hagfelld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband