Enginn ráðherra af landsbyggðinni?

Eftir því sem ég hugsa meira um það býst ég frekar við því að ráðuneytunum verður fækkað, þar sem ráðherrakapall Samfylkingarinnar gengur varla upp öðruvísi. 9 ráðuneyti, 5 til Sjálfstæðisflokks og 4 til Samfylkingarinnar, Forsætis-, utanríkis-, fjármála-, innanríkis-, atvinnuvega-, umhverfis og auðlinda-, menntamála-, félagsmála- og heilbrigðisráðuneyti.

Væri það í samræmi við tillögur Framsóknar í þeim efnum, en Samfylkingin hefur verið óhrædd við að taka stefnumál þaðan. Eðlilega.

Væru ráðherrarnir því fyrir Sjálfstæðisflokk

Geir H Haarde, Guðlaugur Þór, Þorgerður Katrín, Björn Bjarnason og Guðfinna Bjarnadóttir

Fyrir Samfylkingu

Ingibjörg Sólrún, Össur, Jóhanna og Ágúst Ólafur.

Væri því um hreina höfuðborgarstjórn að ræða og landsbyggðarþingmennirnir settir í formennskur nefnda til málamynda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég held að það liggi fyrir að Kristján Möller landbyggðarþingmaður með excellence verði ráðherra - samgöngu- eða landbúnaðarmála.

Jón Baldur Lorange, 18.5.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þið gerið sem sagt ráð fyrir að flokkarnir þori ekki að fara í uppstokkun ráðuneytanna.

ISG verður látin gera Sigríði Önnu og Sólveigu að sendiherrum og ef Össur fer þangað líka verða amk þrír fjórðungar sendiherrana pólitískt skipaðir.

Gestur Guðjónsson, 19.5.2007 kl. 10:30

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ekki verður gengið fram hjá Árna Matt eftir stór sigur á Suðurlandi, þó það sé kannski erfitt að telja hann "landsbyggðarþingmann"

Ágúst Ólafur verður ekki ráðherra, annað hvort kemur Kristján eða Björgvin í hans stað.

Dreg líka í efa að uppstokkun ráðuneyta verði þetta mikil

Ágúst Dalkvist, 19.5.2007 kl. 12:38

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það hefur aldrei gerst að ekki sé landsbyggðarþingmaður ráðherra af hálfu Sjálfstæðisflokksins og nú eru t.d. tveir slíkir inni; báðir í Norðvesturkjördæmi. Að minnsta kosti annar þeirra heldur embættinu, svo kemur Árni Mathiesen inn sem leiðtogi Suðurkjördæmis og væntanlega mun Norðausturkjördæmi fá ráðherrastól. Ég tel að skipting verði óbreytt og það verði sex sæti á flokk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.5.2007 kl. 15:02

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Stefán og Ágúst: Ef menn þora ekki að taka á þessu löngu viðurkennda vandamáli sem er ráðuneytaskiptingin og allir flokkar hafa tekið upp er ekki farið af stað af miklum metnaði. Spurning hvort menn geri með sér, segjum 6 mánaða áætlun um að klára sameininguna. Framsókn undirbjó sig vel fyrir þessar kosningar með vel mótaðar en róttækar tillögur um hvernig við sæjum þetta fyrir okkur, en við erum jú ekki hluti af ríkisstjórn núna, svo þetta býður líklegast enn um sinn.

Með 6 sæti á flokk verða þetta eins og þið segið 2 ráðherrastólar út á land, Kristján Möller og Árni Matt og svo Kristján Þór Júlíusson formaður fjárlaganefndar og Sturla Böðvarsson forseti Alþingis, sem hvoru tveggja eru ráðherraígildi

Gestur Guðjónsson, 19.5.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband