Niðurlæging varaformanns Samfylkingarinnar
19.5.2007 | 21:37
Það er með ólíkindum að Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar skuli ekki vera einn af innstu koppum í búri við stjórnarmyndunarviðræður og vera viðstaddur viðræðurnar á Þingvöllum. Varaformaður er staðgengill formanns og verður að geta komið inn í stað formanns komi eitthvað upp á. Í stjórnarsamstarfi verður að vera fullur sameiginlegur skilningur á því hvað í stjórnarsáttmála felst og sá skilningur fæst ekki með lestri sáttmálans sjálfs eingöngu, heldur og sérstaklega af þeim samræðum sem eiga sér stað við undirbúning hans, af hverju hlutirnir eru skrifaðir á þann hátt sem gert er og ekki síður hvað stendur ekki í honum og af hverju.
Það er eðlilegt og klókt af Ingibjörgu að hafa Össur með sér, en að útiloka og niðurlægja varaformann sinn með þessum hætti getur ekki verið eðlileg framganga.
Fundað um stjórnarmyndun á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Sala Landsvirkjunnar kemur ekki til greina
- Fylgi Bjartrar framtíðar
- Vinnulag við fjárlagagerð
- Landsbyggðaskattur
- Verðbólguleiðin?
- Blindir og vanhæfir gullkálfsdansarar
- Hver verða eftirmál þingsályktunartillögunnar?
- Hengjum ekki bakara fyrir smið
- Rangtúlkun Jóhönnu og Samfylkingarinnar á Rannsóknarnefndarsk...
- Furðulegar nornaveiðar í gúrkutíð
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Agnes Ásta
- Albertína Friðbjörg
- Björn Ingi Hrafnsson
- Dofri Hermannsson
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Framsóknarflokkurinn
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Gunnlaugur Stefánsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Sveinn Hjörtur
- Valdimar Sigurjónsson
- Guttormur
- Sigurður Ellert Sigurjónsson
- Agnar Bragi
- Anna Kristinsdóttir
- Ari Jósepsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ásta
- Baldur Fjölnisson
- Baldur Sigurðarson
- Bergur Sigurðsson
- Bergþór Skúlason
- Birgitta Jónsdóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgmundur Örn Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Egill Jóhannsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurbergur Arason
- Einar Vilhjálmsson
- Einar Þór Strand
- Eiríkur Harðarson
- ESB
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- FUF í Reykjavík
- Gísli Tryggvason
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðmundur Andri Skúlason
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gunnar Aron Ólason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gústaf Níelsson
- Halldór Borgþórsson
- Hallur Magnússon
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Heiðar Lind Hansson
- Heimir Eyvindarson
- Heimir Tómasson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hermann Einarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhannes Guðnason
- Jóhannes Snævar Haraldsson
- Jóhann Pétur Pétursson
- Jóhann Tryggvi Sigurðsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jónas Egilsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Finnbogason
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jón Snæbjörnsson
- Júlíus Brjánsson
- Karl Hreiðarsson
- Karl V. Matthíasson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Landvernd
- maddaman
- Magnús Guðjónsson
- Magnús Þór Friðriksson
- Marteinn Magnússon
- Morgunblaðið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Páll Gröndal
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ritstjóri
- Samband ungra framsóknarmanna
- S. Einar Sigurðsson
- Sigurður Árnason
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Steinn Hafliðason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Helgason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Vefritid
- viddi
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þráinn Jökull Elísson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað áttu við?
Það er í meira lagi óeðlilegt að varaformaður, sá sem félagslega hefur næst mest umboð sinna flokksmanna eftir formann skuli ekki koma að svona viðræðum, umfram heldur óbreyttan þingmann og framkvæmdastjóra flokksins, sem er launaður starfsmaður. Össur hefur í rauninni ekkert umboð, hann er formaður síðasta þingflokks Samfylkingarinnar, ekki núverandi, ekki formaður flokksins, heldur bara óformlegur leiðtogi eins arms fylkingarinnar.
Gestur Guðjónsson, 19.5.2007 kl. 22:26
Það er rétt Guðjón, látum ekki orð Ágústs sjálfs hafa áhrif á góðan spuna:
"Ég var spurður að því í þættinum Íslandi í dag í kvöld hvers vegna Össur tæki þátt í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn en ekki ég sem varaformaður flokksins. Staðreyndin er sú að við tökum báðir virkan þátt í þeim, ásamt reyndar fleiru góðu fólki.
Samfylkingin hefur á breiðri sveit að skipa og það tel ég vera einn helsta styrkleika okkar. Ég er þakklátur fyrir það mikla traust sem mér hefur verið sýnt á mínum stjórnmálaferli en það væri auðvitað fráleitt að halda því fram að við ættum ekki nýta krafta Össurar, þess reynslumikla stjórnmálaleiðtoga, í þeim viðræðum sem standa nú yfir."Elfur Logadóttir, 19.5.2007 kl. 22:41
Ég biðst forláts, Gestur átti þetta að sjálfsögðu að vera. Gestur, ég veit það vel :)
(minnir mann á að skrifa ekki athugasemdir eftir miðnætti að staðartíma)
Elfur Logadóttir, 19.5.2007 kl. 22:44
Held að það sé allt í lagi að bíða með svona fullyrðingar. Þetta kemur allt í ljós þegar ráðherralisti Samfylkingarinnar kemur í ljós. Þetta er bara tal þeirra sem eru abbó og fá ekki að vera með. Ágúst Ólafur er að sjálfsögðu mikilsmetinn í sínum flokki og er á fullu að vinna að stjórnarmyndun.
Ingólfur H Þorleifsson, 19.5.2007 kl. 22:53
Sammála þér Gestur, finnst skrýtið að hann sem varaformaður skuli ekki vera sýnilegri í þessum viðræðum. Hjá Sjálfstæðisflokknum eru það Geir og Þorgerður auk margra annarra manna og kvenna sem þar koma að þessu en það er hvergi minnst á varaformann Samfylkingarinnar. Mér finnst lítið gert úr varaformanninum.
Sædís Ósk Harðardóttir, 19.5.2007 kl. 23:54
Þetta er nú trénaður málspuni sem borinn er hér á borð. Halda menn að það sé mikilvægast í hugum forystumanna þessara flokka hver sé talinn sýnilegastur í fundastússinu. Maður hefði haldið að innanbúðamaður úr Framsóknarflokknum hefði betri skilning á því hvernig svona hlutir virka. Annars sýnist mér á síðustu tveim færslum varaformannsins að hann hafi einmitt tekið fullan þátt í þessum viðræðum - nú síðast á Þingvöllum. Ja sitthvað er nú stormur í bolla Gestur minn kæri og kommentaspekingar aðrir hér að ofan
Eftirlitið, 20.5.2007 kl. 00:33
Sæll félagi Gestur.
Þar sem þú ert áhugamaður um samfélagið og mannlegt umhverfi leyfi ég mér að benda þér á nýjustu skrif varaformanns Samfylkingarinnar. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af kauða. Hann og ISG starfa náðið saman og það hefur ekki orðið nein breyting á því eftir að viðræðurnar við sjálfstæðismenn hófust.
Það væri miklu skemmtilegra að lesa hjá þér skrif um framtíð formanns Framsóknarflokksins miðað við núverandi stöðu og þá ríkisstjórn sem mun væntanlega taka við á næstu dögum.
Magnús Már Guðmundsson, 20.5.2007 kl. 00:43
Mér sýnist þú geta hætt að hafa svona miklar áhyggjur af honum Ágústi Ólafi sbr. þetta:
http://agustolafur.blog.is/blog/agustolafur/entry/215769/
Sigfús Þ. Sigmundsson, 20.5.2007 kl. 02:24
Ég veit að ef ég væri varaformaður stjórnmálaflokks væri ég bálreiður út í formanninn væri komið svona fram við mig en að sjálfsögðu myndi ég brosa út á við, eins og Ágúst Ólafur gerir.
Gestur Guðjónsson, 20.5.2007 kl. 09:14
Magnús: Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að Jón eigi að halda áfram af fullum krafti og leiða stjórnarandstöðuna í góðri samvinnu við samhentan þingflokk. Hef ekki hitt neinn Framsóknarmann sem er annarar skoðunar. Grein Agnesar er hreinn spuni. Við erum komin inn í 21. öldina, svo það þarf ekki lengur Alþingistíðindi til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Minni á að ISG fór til Englands til að fá frið fyrir kastljósinu en gat ávallt komið sínum sjónarmiðum á framfæri, þann tíma sem hún var embættislaus.
Gestur Guðjónsson, 20.5.2007 kl. 09:18
Var að lesa skrif Ágústs Ólafs. Biðst forláts. Fjölmiðlamenn eru greinilega ekki að vinna vinnuna sína.
Gestur Guðjónsson, 20.5.2007 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.