Valgerður hjálpar í Palestínu
20.5.2007 | 09:54
Í nýjasta tölublaði Stiklna, fréttabréfi Utanríkisráðuneytisins er lýst enn einu góðverkinu sem Valgerður Sverrisdóttir stendur fyrir sem Utanríkisráðherra með styrkingu grasrótarstarfs hjá þjáðum þjóðum. Það er alveg ljóst að hún lætur Framsóknarhjartað ráða för og hefur nýtt þau tækifæri sem efling utanríkisþjónustunnar, friðargæslu og þróunarsamvinnu til að láta að okkur kveða til góðs, síðast með yfirlýsingu um að hún styddi Palestínu, sem reyndar var í óþökk Geirs H Haarde.
"Verkefnið sem íslensk stjórnvöld styrkja kallast Sulafa og felst í rekstri níu félagsmiðstöðva þar sem hundruðir kvenna úr flóttamannabúðum á Gaza svæðinu geta unnið að hannyrðum, sem Sunbala samtökin sjá um að selja. Framlag Íslands mun renna til vöruþróunar, markaðssetningar og námskeiðahalda. Markmiðið með verkefninu er að stuðla að fjárhagslegu öryggi kvennanna og fjölskyldna þeirra."
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort nýr utanríkisráðherra muni feta sömu braut.
Ísralesher drap þrjá Hamasliða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
...og Valgerður hefur staðið sig frábærlega sem ráðherra.
Benedikt Halldórsson, 20.5.2007 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.