Eðlilegast að sameina alla Árnessýslu í eitt sveitarfélag

Þegar ákvörðun var tekin um að leggja niður sýslurnar og efla sveitarstjórnirnar, tel ég að skammsýnismistök hafi verið gerð. Farsælla hefði verið að auka vægi sýslunefndanna og gera sýslurnar að leiðandi nærþjónustustjórnsýslustigi en nýta gömlu sveitarfélögin sem "hverfaeiningar" sem nýst gátu fyrir íbúatengingar.

Sýslurnar eru til frá alda öðli sem menningarlegt og samfélagslegt fyrirbæri en þessir óskapnaðir sem hafa verið stofnaðir undanfarin ár ekki. Það er sífellt að koma betur og betur í ljós núna þegar fjallað er um að flytja fleiri verkefni til sveitarfélaganna að þau litlu eru allt of hamlandi fyrir þessa eðlilegu þróun.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur einnig virkað hamlandi í þessari þróun þar sem sveitarfélög tapa á því að sameinast í gegnum regluverk þeirra.

Þess vegna á ekki að vera með neinn smámunaskap í þessu, heldur sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu.


mbl.is Vilja sameina Árborg og Flóahrepp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Gestur !

Vil byrja á, að þakka þér fyrir áhuga þinn; á málefnum landsbyggðarinnar, en......... mótmæli harðlega meiningum þínum, með sameiningu sveitarfélaganna, hér í Árnessýslu; í eitt.

Fyrir það fyrsta, skólamálin eiga að fara aftur, til ríkisins; bezt geymd þar. Í öðru lagi má afskrifa þann möguleika, að Selfoss yrði höfuðstaður sýslunnar, hvorki Þorlákshöfn né Hveragerði; kærðu sig um slíka niðurstöðu.

Segi ekki Gestur, að þetta mætti verða, undir lok þessarrar aldar, vona að ég verði kominn undir græna torfu, þegar þessi breyting skylli á, Gestur minn.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Ólafur Björnsson

Mikið er ég sammála þessu Gestur, Árnessýsla á að vera eitt sveitarfélag. Ef svo hefði verið um árabil værum við komin með 2 faldan veg á Hellisheiði fyrir löngu. Við hefðum öflugra atvinnulíf, því þá væri ekki rifist um staðsetningu fyrirtækja eða stofnana. Hvað gerðu menn fyrir austan áður en álversframkvæmdir hófust? Sameinuðu sveitarfélög í stórum stíl til að ná samstöðu.

Ólafur Bj

Ólafur Björnsson, 22.5.2007 kl. 00:22

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Óskar: Ég hef með hryggð horft á sveitunga mína fara í hár saman eftir að Skeiða og Gnúpverjahreppur varð til, sem er ekki til sem samfélagsleg eining sem fólk upplifir sig heitbundið til. Ég upplifi sjálfan mig sem Skeiðamann, uppsveitamann og Árnesing (í atgervislegri útlegð í Reykjavík). Ekki að ég hafi nokkurn skapaðan hlut á móti Gnúpverjum, síður en svo, en einhvern vegin virðist þessi blanda ekki vera að ná saman þegar taka á sameiginlegar ákvarðanir. Ég tel lang líklegustu skýringuna þá að sameiningin byggðist ekki á menningarlegri samlegð. Eina samlegðin er sameiginlegt prestakall. Það hefur verið góður friður um verkefni sem hafa byggst á þessari samlegð, eins og t.d. um heilsugæsluna, sem byggist á uppsveitaeiningunni og rekstur Flúðaskóla sem dæmi. Önnur röksemd fyrir því að þessi sýslueining virðist vera lágmarksstærð er hið mikla starf sem er unnið á sviði SASS, sem er jú ekki til í stjórnskipuninni en er samt að virka sem stjórnsýslueining. Þörfin fyrir SASS er einmitt grunduð á þeim vanmætti sem litlu sveitarfélögin upplifa við úrlausn þeirra verkefna sem SASS eru falin.

Ólafur: Það hefur einmitt verið afar gaman að fylgjast með þessari þróun fyrir austan.

Gestur Guðjónsson, 22.5.2007 kl. 08:41

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Gunnar minn hefur þú ekkert fylgst með ástandinu. Síðast í dag kallaðir þú mig Lágsveitarmann, sem ég skil sem háð af þinni hendi. Það sýnir bara og sannar mitt mál

Gestur Guðjónsson, 23.5.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband