Sjálfstæðisflokkurinn fetar varlega af stað

Geir H Haarde fer greinilega varlega við ráðherraveitingar sínar. Spurning hvort það sé merki um að titringur sé innan Sjálfstæðisflokksins vegna stjórnarsamstarfsins. Það kæmi mér aftur á móti ekki á óvart breytingar yrðu gerðar á kjörtímabilinu ef traust milli flokkanna og meiri sátt náist innan Sjálfstæðisflokksins um stjórnarsamstarfið. Sjálfstæðisflokkurinn er að bæta við sig tveimur ráðuneytum, eða einu og hálfu, Landbúnaðar- og Heilbrigðisráðuneyti. Tryggingaráðuneyti verður þá líklegast sameinað Félagsmálaráðuneytinu, sem er eðlileg ráðstöfun, fyrst það var ekki sameinað Fjármálaráðuneytinu.

Mannavalið er ótrúlega líkt því sem ég spáði í þessari færslu, Sturla fer út fyrir Guðlaug Þór. Nú er spennandi að vita hvort mannavalið hjá Samfylkingunni verði eitthvað í líkingu við það sem ég spáði fyrir kosningar. Steinunn Valdís gæti komið á óvart.


mbl.is Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband