Jón segir af sér - uppbygging framundan

Maður sér talsverða samfellu með sögu hins flokksins sem Jónas frá Hriflu stofnaði, Alþýðuflokksins, þessa dagana. Sá flokkur hefur gengið í endurnýjun lífdaga í Samfylkingunni og nú er komið að Framsókn. Atlaga Halldórs að borginni var hrundið við Rauðavatn, en nú safnast liðið saman á Brúnastöðum til að undirbúa næstu atlögu. Sú verður mun öflugri, enda hefur þessi niðurstaða þjappað flokknum mun meira saman en ég hefði þorað að vona. Auðvitað eru einhverjir armar enn að dinglast út í loftið, en massi flokksmanna er búinn að fá nóg af þeim átökum og því munu þessir armar visna og nýtt fólk taka við. Til þess þarf tíma.


mbl.is Jón Sigurðsson segir af sér formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta voru óumflýjanleg þáttaskil eins og staðan var orðin. Hinsvegar er Jón mjög mætur maður og hefur unnið vel, það sem honum skorti var tími. Þetta var risavaxið verkefni á skömmum tíma, enda var flokkurinn illa farinn af sundrungu eftir formennsku Halldórs.

Eins og ég hafði margoft bent á var þetta það sem blasti við og ég er ekki mjög undrandi yfir þessu, þetta blasti við eftir að Jón stóð eftir án hlutverks út fyrir flokkinn. En ég hef alltaf haft taugar til Framsóknarflokksins, sérstaklega vegna stjórnarsamstarfsins síðustu árin, en það var mjög vel heppnað.

En ég vona að Framsókn nái að rísa aftur upp til verkanna og Guðni mun eflaust leiða það verk af krafti. Stóru mistökin voru að mínu mati að fela ekki Guðna þetta verkefni fyrir ári, en þar var stolt Halldórs sett ofar flokkshag, sem var mikill harmleikur. En svona er þetta bara.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.5.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband