Nýr stjórnmálaferill að hefjast
25.5.2007 | 11:53
Við glæsilega innkomu Valgerðar í utanríkisráðuneytið var eins og hún væri að hefja nýjan stjórnmálaferil. Kom hún sterk inn í ráðuneytið með nýjar og ferskar áherslur sem mér sýnist arftaki hennar í stól utanríkisráðherra ætli að taka sér til fyrirmyndar. Það er vel.
Valgerður hætti pólitískum ráðningum á sendiherrum, eftir að 10 ráðningar á 11 mánuðum hjá Davíð Oddssyni settu íslenska utanríkisþjónustu í algera sérstöðu hvað varðar fjölda pólitískt ráðinna sendiherra og setti á oddin þau mál sem við sem örríki í alþjóðasamstarfinu getum skipt máli í, friðargæslu, þróunarsamvinnu og áframhaldandi góð samskipti við nágrannaríkin og bandalagsþjóðir.
Valgerður er heiðarlegur og raunsær stjórnmálamaður með hjartað á réttum stað, sannur Framsóknarmaður sem mun reynast vel sem varaformaður við endurheimt fyrri krafta.
Valgerður gefur kost á sér í embætti varaformanns Framsóknarflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.