Atvinnuöryggi ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar
20.6.2007 | 12:48
Margt gott má lesa úr því sem stendur í stjórnarsáttmálanum, en það sem stendur ekki í honum er þó uggvænlegra, þar stendur ekkert um atvinnuöryggi eða atvinnu fyrir alla.
Í hagstjórnarkaflanum er talað um lækkun verðbólgu, vaxta, jafnvægi í utanríkisviðskiptum og trausta stöðu ríkissjóðs. Þetta þýðir með öðrum orðum að nýja ríkisstjórnin ætlar að taka nágrannaþjóðirnar sem fyrirmynd og nota atvinnustigið sem sitt helsta hagstjórnartæki í stað vaxta eða bindiskyldu.
Í atvinnukaflanum er ekkert minnst á fjölgun starfa, einungis um að fyrirtæki verði samkeppnisfærari í alþjóðasamkeppni. Með öðrum orðum, lækkun launakostnaðar í gegnum lækkað atvinnustig.
Þá er ekki skrýtið að stórum hluta stjórnarsáttmálans er eytt í forvarnir, því að aukið atvinnuleysi leggur miklar byrðar á grunngerð samfélagsins og hættan á að einstaklingar verði mannlegri óáran að bráð eykst stórum með auknu atvinnuleysi.
Þetta er einmitt það sem Framsókn eyddi stórum hluta sinnar kosningabaráttu í að vara við. Enginn veit hvað haft hefur fyrr en misst hefur...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.5.2007 kl. 11:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.