Nornaveiðihugur kosningastjóra Samfylkingarinnar staðfestur

Nú hefur siðanefnd blaðamannafélagsins komist að þeirri niðurstöðu að Helgi Seljan hafi brotið alvarlega af sér í starfi í umfjöllun sinni um "Jónínumálið".

Er það í algeru samræmi við þá pistla sem ég hef skrifað um málið og hljóta þeir sem settust í dómstól götunnar í kjölfar umfjöllunar Helga ættu að sjá sóma sinn og læra af þessu máli.

Það versta er þó að þessi umfjöllun fyrrverandi kosningastjóra Samfylkingarinnar, sem nú hefur verið staðfest að hafi hagað umfjöllun sína með afar óeðlilegum hætti, mun örugglega hafa kostað Framsókn meira en þau 300 atkvæði sem þurfti til að koma Jóni Sigurðssyni á þing.

Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð stjórnar RÚV ohf og ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og íhaldsins við þessari niðurstöðu, en hún skipar stjórnina. Páll Magnússon taldi ekkert óeðlilegt við umfjöllunina og varði sína menn og ber auðvitað endanlega ábyrgð á því sem í sjónvarpinu birtist.


mbl.is Siðareglur brotnar í umfjöllun um tengdadóttur Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég tel þetta mál meira umhugsunarefni heldur en auglýsinguna frá Jóhannesi sem Guðni hefur svo miklar áhyggjur af.  Jóhannes kom fram, undir eigin nafni, sem einstaklingur með tiltekna skoðun, og skýrði út hvers vegna hann hafði þessa skoðun.  Helgi Seljan kom hins vegar fram í gervi fréttamanns, studdur af útvarpsstjóra, þegar hann var í raun að ganga erinda stjórnmálaflokks sem hann tengist verulega.

Hreiðar Eiríksson, 19.6.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég held að það sé mikill misskilningur að þetta sé frá Helga komið. Það eru að sjálfsöðgu stjórnendur Kastljóss, sem taka ákvörðun um að fara með þetta mál í loftið enda megn skítalykt af því. Helgi er síðan settur í að vinna pistil um málið.

Þó Helga hafi væntanlega tekist illa til með þann pistil ef marka má niðurstöðu Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands þá gerir það þetta mál ekki sjálfkrafa að einhvers konar nornaveiði eins og hér er víað að. Þessi úrskurður breytir meira að segja engu um þá staðreynd að þarna naut tengdardóttir Jónínu að öllum líkindum tengsla sinna við ráðherran varðandi samþykkt umsóknar sinnar um íslenskan ríkisborgararétt enda engin fordæmi fyrir viðlíka fyrirgreiðslu án þess að um afreksíþróttamenn hafi verið að ræða. Blekkingarleikur framsóknarmanna til að reyna að telja þjóðinni trú um að sambærileg mál væru til var aumlegt yfirklór.

Það að tengja þetta mál við Samfylkinguna er aum tillraun til að gera nornaveiðar úr þessu máli. Helgi er löngu hættur í Samfylkingunni, var kosningastjóri í einu kjördæma hennar fyrir fjórum árum. Það hefur ekkert komið fram neins staðar um að hann hafi verið fengin til að koma fram með þetta mál af Samfylkingunni enda hefur hann ekkert ákvörðunarvald um það, hann er ekki yfirmaður Kastljóss þáttarins heldur aðeins einn starfsmaður þess.

Svo verð ég að vera ósammála Gesti um það að það hafi verið landi og þjóð til skaða að Jón Sigurðsson hafi fallið út af þingi. Hefði hann náð kjöri er hætta á að við sætum enn uppi með ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfloks og það hefði orðið landi og þjóð til mikils skaða. Hitt er annað mál að ég held að það sé ofmat að þetta mál hafi fellt Jón. Ég held að framsóknarmenn þurfi að líta í eigin barm til að finna skýringuna á því.

Sigurður M Grétarsson, 19.6.2007 kl. 17:16

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Helgi Seljan er ekki í Samfylkingunni. Það er orðið þónokkuð liðið frá því að hann sagði skilið við þann flokk. Verð að koma því á framfæri hér hafandi séð þessa fyrirsögn og komment Hreiðars.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.6.2007 kl. 17:46

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Spennandi  hvort komi fram afsökunarbeiðni í Kastljósinu í kvöld.......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.6.2007 kl. 17:48

5 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þið sem keppist hver um annan þveran að rífa Gest niður, ættuð að vera það skynsamir að hugsa áður en þið tætið strákinn í ykkur. Var ekki Bobby Fischer gott fordæmi sem núverandi sjónvarpsstjóri (þá á stöð 2) hélt varla vatni yfir. Lá svo mikið á að koma því í fréttirnar að það þurfti að rjúfa dagskrá vegna þess. Þá má leiða af því líkum að ég gleymi ástæðunni, jú hún var af mannúðarástæðum sem hafa nú ekki fengið mikið af fé á fjárlögum nú í talsverðan tíma. Skyldi kannski geta verið að eitthvert brot af upphlaupi Frjálslynda Flokksins fyrir seinustu alþingiskosningar um innflytjendur sé komið til af fjárþörf Mannréttindaskrifstofunnar.

Eiríkur Harðarson, 19.6.2007 kl. 18:58

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Smáleiðrétting, Gestur, það vantaði bara 11 atkvæði til þess að Framsókn kæmi inn einu manni í viðbót miðað við tölur á kosninganótt.  Eftir endurskoðun ógildra atkvæða í einu kjördæmi þá hækkað þessi tala í 18.

Marinó G. Njálsson, 19.6.2007 kl. 19:27

7 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Stefán.

Ég held að ég hafi notað orðin "stjórnmálaflokks sem hann tengist verulega" í athugasemd minni.   Ég held að það sé ekki ofsagt.  Nú þekki ég ekki aðferðir stjórnmálaflokkanna við að velja sér kosningastjóra en mér þykir hæpið að þeir velji pólitíska andstæðinga sína til þeirra starfa.  Ég trúi því ágætlega að Helgi Seljan sé óflokksbundinn þ.e. að hann sé ekki skráður í neinn stjórnmálaflokk en það breytir ekki tengslum hans við tiltekinn stjórnmálaflokk.

Ég tek hins vegar undir það með Sveini Hanssyni að tæplega er framganga Helga ástæðan fyrir fylgishruni Framsóknarflokksins.  Flokksforystan hafði gengið þannig fram, innan flokksins, að það eitt nægði fyllilega til að hrista af flokknum fylgið.  Framkoma Helga Seljan verður hins vegar ekki siðlegri við það.

Hreiðar Eiríksson, 20.6.2007 kl. 00:22

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hreiðar

Það vill svo til að Helgi Seljan er náfrændi minn. Helgi Seljan eldri, afi Helga, er móðurbróðir minn. Helga yngri hef ég þekkt alla mína ævi. Ég veit vel að hann er ekki flokksbundinn.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.6.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband