Norðlingaölduveita - fyrsti prófsteinn nýrrar ríkisstjórnar

Fyrir Alþingi liggur tillaga um að ríkisstjórninni verði gert að slá Norðlingaölduveitu endanlega af. Er eðlilegt að tillagan komi fram í ljósi misvísandi túlkana ráðherra nýrrar ríkisstjórnar á stjórnarsáttmálanum um friðun Þjórsárvera. Sú túlkun þarf að komast á hreint.

Reyndar er einn ljóður á málinu sem stjórnin mun væntanlega nýta sér til að fella tillöguna eða svæfa. Það er að í henni er gert ráð fyrir verndun Þjórsár alveg niður að Sultartangalóni. Um þá friðun stendur ekkert í stjórnarsáttmálanum og því hægt að víkja sér undan henni á þann hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband