Guðmundur Hallvarðsson fer vísvitandi með rangt mál í ræðu
3.6.2007 | 23:10
Það er sorglegt þegar menn falla í þá gryfju að fara með rangt mál í ræðustól á opinberum vettvangi. Í þá gryfju féll Guðmundur Hallvarðsson, fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis í dag, þegar hann lýsti því yfir að búið væri að koma á stofn alþjóðlegri kaupskipaskrá á Íslandi sem stæðist samanburð við skipaskrár nágrannalandanna og skildi ekkert í því af hverju íslenskar kaupskipaútgerðir skráðu ekki skip sín aftur heim.
Hann veit að það er ekki rétt, hef sjálfur sagt honum það og fjöldi manna úr kaupskipaútgerðinni sem hann hefur hitt, enda vildi hann ekki fá umsagnir um málið þegar hann fékk það til meðferðar í samgöngunefnd, svo það væri ekki skjalfest.
Málið er að í íslensku lögunum er sagt að íslenskir kjarasamningar skuli gilda um þau skip sem skráð eru í alþjóða skipaskrána. Það er ekki í færeysku skipaskránni sem hann vísaði til, heldur er gerð krafa um að ILO kjarasamningar gildi. Um er að ræða mikinn mun sem útgerðir í alþjóðasamkeppni geta ekki horft fram hjá.
Þetta er Guðmundi fullljóst og fer hann því vísvitandi með rangt mál í ræðustól á Sjómannadegi. Það er sorglegt og ber honum að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu gagnvart íslenskum kaupskipaútgerðum sem hann er í raun að brigsla um andíslenska framkomu með orðum sínum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bara enn eitt dæmið af fjölmörgum um tvískinnung
sjálfstæðismanna........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.6.2007 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.