Stéttarfélag að sinna sínum skyldum

Það er gott að sjá að Rafiðnaðarsambandið stendur í lappirnar gagnvart þessum undirverktaka sem samkvæmt þessari frétt virðist vera að svindla gagnvart verkkaupa, íslenskum lögum og starfsmönnum sínum. Þeir atvinnurekendur sem sinna sínu og standa skil á öllu eiga það skilið að keppa á jafnréttisgrunni við menn og auðvitað á fólk að fá þau laun sem það á rétt á, sama þótt 400 kr á tímann gæti talist gott heima hjá þeim. Í framhaldinu verða samtök launafólks að fara að leiðrétta launatöflurnar til samræmis við raunlaun, svo ekki komi til undirboða á markaðnum, eins og ég skrifaði hér


mbl.is Rafiðnaðarsambandið vill láta rífa verk pólskra starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband