Lækkum laun afgreiðslufólks !?!

Það kæmi mér ekki á óvart að nú fari af stað skriða umræðu um inngöngu í Evrópusambandið til að lækka matvælaverð, eins og Samfylkingin hefur alltaf haldið á lofti þegar þessi umræða fer af stað.

Stór hluti álagningarinnar er vegna launaliða og það er öllum ljóst að laun á Íslandi er mun hærri en í austur- og suðurhluta Evrópu. Taka verður tillit til þess í þessari umræðu.

Við skulum einnig athuga að jafnvel þótt matvælaverð sé einna lægst á Spáni, mælt á þessum mælikvarða, þá eyða þeir mun stærri hluta innkomu sinnar í mat en við gerum. Einnig skekkir þennan samanburð að áfengi og tóbak er tekið með, en það er pólitísk ákvörðun hvers ríkis sem ákvarðar hvert verð á þeim vörum er. T.d. er áfengi 2,2 x hærra á Íslandi en meðaltalið.

Held að það segði meira hversu langan tíma það taki mann á lægsta launataxta að versla eina matarkörfu en þetta. Þeir sem ekki vilja taka tillit til þess eru því í raun að segja að það verði að lækka laun afgreiðslufólks í verslunum og í flutningageiranum, svo hægt sé að koma vörunni ódýrar ofan í körfuna hjá okkur neytendum.


mbl.is Matvæli dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ríkið er stóri þátturinn í matvælaverðinu hér á landi, því launakostnaður er bara svipaður og á hinum norðurlöndunum, Það þarf að fella niður verndartollana til þess að ná fram lækkun á matvælaverði, og þess vegna fer umræðan um ESB aðild af stað, enda erfitt að ná pólitískri samstöðu um mál eins og að fella niður verndartolla á matvæli án annara aðgerða.

Það þarf því ekki að lækka launin hjá neinum.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 13.7.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Var ekki verið að segja í fréttum að kaupmáttaraukning og kaupmáttur væri
einn sá mesti á Íslandi af Evrópuþjóðum. Þannig horfa verður nú á allt
heildardæmið. En auðvitað munu kratar hrópa á ESB-aðild í þessu sambandi og
gera allt til að rústa íslenzkum landbúnaði og svipta þá fjölmörgu atvinnu sinni
sem starfa í landbúnaði og hinum stóra þjónustugeira sem honum tengist.
Það virðist orðið höfuðmarkmið krata eftir þeir komust í ríkisstjórn að vinna
gegn allri uppbyggingu og skapa kreppu á sem flestum sviðum þjóðlífsins.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.7.2007 kl. 13:12

3 Smámynd: Steinar Örn

Jújú Guðmundur þetta er alveg hárrétt hjá þér. Það vita allir að vinstrimenn efu á móti hagvexti og landbúnaði. Vilja ekkert meira en kreppu og atvinnuleysi og þá aðalega í landbúnaði.

Steinar Örn, 13.7.2007 kl. 13:28

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Áttum okkur á því í þessum fréttaflutningi að ef við miðum við þau lönd þar sem laun eru af svipaðri stærðargráðu og hér, t.d. norðurlöndin, er matvælaverðið ekki 60% hærra hér en þar, heldur 17% hærra en meðaltal Norðurlandanna, þar sem Noregur og Danmörk eru svipuð okkur en Finnland og Svíþjóð eru lægri. Af því er hægt að skýra talsvert stóran hluta með flutningskostnaði til landsins og smæð markaðarins, hvoru tveggja hlutir sem ekkert hafa að gera með það hvort við erum í ESB eða ekki.

Best að taka það strax fram, svo það sé á hreinu að afstaða mín til ESB er ekki trúarbrögð.

Gestur Guðjónsson, 13.7.2007 kl. 13:31

5 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Það er ekki hægt að líkja saman matarverði á Danmörku og Íslandi Gestur! Þú þarft greinilega að skoða þessa könnun eitthvað betur ef þú ert að fá það út.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 13.7.2007 kl. 13:41

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Danmörk 142

Finnland 120

Ísland 164

Noregur 158

Svíþjóð 119

Þetta er ekki stærðargráðumunur og alveg örugglega munur sem hægt er að skýra með flutningskostnaði.

Gestur Guðjónsson, 13.7.2007 kl. 14:33

7 Smámynd: Viðar Eggertsson

Hvernig væri að lækka fyrst ofurgróða eigenda einokunar- og fákeppnisfyrirtækjanna? Eru þeir ekki á hærri "launum" og ívilnunum en afgreiðslufólkið?

Viðar Eggertsson, 13.7.2007 kl. 17:34

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það væri verkefni sem vit væri í. Ef fyrrv ríkisstjórn hefði "bara" farið í 10% með vaskinn og notað restina í að auka neytendavitund og bætt verðlagseftirlit er ég handviss um að það hefði meiri og betri áhrif á verðlagið fyrir okkur neytendur.

Gestur Guðjónsson, 13.7.2007 kl. 17:36

9 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég vil Benda á bækling sem bændasamtökin gáfu út í vetur en þar er bent á samhengi launa og veðlags sem og hlutfall matvælakaupa af ráðstöfunartekjum í ýmsum löndum á aðgengilegan hátt. þar er líka margt fleira til fróðleiks

Bæklinginn má nálgast hér

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 15.7.2007 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband