Ómerkilegur Össur
17.7.2007 | 22:24
Óháð því hvort kerfið hafi ekki brugðist rétt við hinni ísfirsku stúlku, þá er Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra íslensku þjóðarinnar sífellt að koma mér á óvart í ómerkilegheitum. Nú síðast ritar hann færslu á síðu sína þar sem hann heldur því blákalt fram án nokkura varnagla að tilvonandi tengdadóttir fyrrverandi umhverfisráðherra hafi fengið ríkisborgarréttinn vegna tengsla sinna við ráðherrann, þvert á allar fullyrðingar og staðreyndir sem fram hafa komið í málinu. Það hefur ekkert komið fram sem styður þessar fullyrðingar fyrrverandi kosningastjóra flokks þíns sem hefur efalaust kostað ráðherrann fyrrverandi þingsætið. Þvert á móti hefur Guðrún Ögmundsdóttir, flokkssystir ráðherrans, ítrekað haldið því fram að hún hafi ekkert vitað af þessum tengslum þegar hún fjallaði um málið. Þetta er álíka ómerkilegt og þegar hann kallaði á Alþingi eftir því hvar heilbrigðisráðherra væri, vel vitandi af því að hún væri í leyfi til að jafna sig vegna ofálags. Svo má líka spyrja sig af hverju hann hafir sagt dóttur þinni að Davíð Oddsson hafi reynst þér vel á síðu sinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Manst þú Gestur eftir einhverjum íslenskum pólitíkus sem hefur viðurkennt mistök sín. Lengst hafa þeir gengið svo ég muni eftir, að kalla afglöp sín lögbrot og allt hvað heita hefur, tæknileg mistök.
Þórbergur Torfason, 17.7.2007 kl. 23:56
Fyrirgefið! Hef ætíð lítið á Össur Skarp sem pólitískan vindhana !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.7.2007 kl. 00:36
Gestur mér finnst þú ekki hafa efni á að kalla þá sem eru þér ósammála ómerkilega, þú sem fylgdir siðlausum gjörningum Jónínu Bjartmars í algerri blindni, reyndu ekki að telja nokkrum manni trú um að Jónína hafi ekki hreyft litla fingur eða hringt nokkur símtöl, þetta vita allir og þú líka innst inni.
Skarfurinn, 18.7.2007 kl. 08:58
Skarfur: Það vill þannig til að Össur Skarphéðinsson er ráðherra í ríkisstjórn Íslands, hluti af framkvæmdavaldinu. Það gefur orðum hans allt aðra vigt en orð okkar pöbulsins. Hann dæmir þarna algerlega án fyrirvara, sem mas Kastljósið gerði ekki. Kastljósmenn settu hlutina bara upp í því ljósi að ekki var hægt annað en að draga ákveðnar ályktanir, tryði maður þeim, en Össur heldur hlutunum blákalt fram. Okkar stjórnskipun byggir á þrískiptingu valdsins. Dómsvalds, löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ég set spurningamerki við að menn séu með tvær húfur í þeirri skiptingu, þeas séu Alþingismenn og ráðherrar í einu, en þegar menn taka sér dómsvaldið líka, hafa menn gersamlega misskilið eitthvað. Held að Össur hafi gleymt að hann sé ekki lengur ritstjóri DV, heldur ráðherra.
Gestur Guðjónsson, 18.7.2007 kl. 09:16
Þegar kemur að þessum málum eru allir þeir stjórnmálamenn sem að koma ómerkilegir. Málið er að það er ekki hægt að taka á þeim vegna þess hvernig kerfi við búum við, það er kjördæmi og listaframboð. Almenningur þarf vopn til að taka á spilltum stjórnmálamönnum en hvaða vopn er ekki gott að segja, því hættan er að flokkarnir noti það líka.
Eitt sem mér dettur í hug er að menn sitji ekki nema tvö kjörtímabil á þingi.
Einar Þór Strand, 18.7.2007 kl. 13:01
Tvö tímabil á alþingi - styð það.
Það sama ætti einnig að gilda um forsetann.
Ég er alveg sammála Össuri - ef tengdadóttir ráðherra framsóknarflokksins gat fengið undanþágu þá hversvegna ekki þessi litla stúlka.
Óðinn Þórisson, 18.7.2007 kl. 14:37
Getur það verið að einhverjum finnist veiting ríkisborgararéttar til eins einstaklings með fleklausan feril stórpólitískt mál? Ég á erfitt með að trúa því.
Sigurður Þórðarson, 18.7.2007 kl. 14:57
Einar Þór. Þetta er áhugaverð pæling
Óðinn: Það er örugglega alveg sjálfsagt að þessi ísfirska stúlka fái ríkisborgararétt, en ekki vegna þess að hin hafi fengið hann.
Árni: Jónína var í ríkisstjórn Íslands, en hún var ekki að setja sig í dómarasæti eins og Össur leyfir sér að gera. Ráðherra í ríkisstjórn getur ekki leyft sér að vera með sleggjudóma, hann sem einn af handhöfum framkvæmdavaldsins hefur um tvennt að velja, að beita sér innan ríkisstjórnarinnar að fram fari opinber rannsókn eða að þegja.
Gestur Guðjónsson, 18.7.2007 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.