Græna stóriðjan - á verksviði viðskiptaráðherra?

Þótt ég sé Björgvini G Sigurðssyni hjartanlega sammála um að raforkuverð til garðyrkjuframleiðslu eigi að lækka eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, þykir mér undarlegt að viðskiptaráðherra sé að koma fram með þetta, því þetta er ekki á hans könnu ef ég hef skilið málin rétt, taldi að þetta væri á könnu iðnaðarráðherra.

Raforkuverð var gefið frjálst á síðasta kjörtímabili, svo verðlagning raforku er ekki lengur á könnu ríkisstjórnarinnar, svo eina leiðin til að tryggja framgang málsins á vettvangi ríkisstjórnarinnar er að niðurgreiða rafmagnið til garðyrkjunnar. Það er ekki mjög í anda stefnumótun Samfylkingarinnar, sem ég hélt að vildi hætta niðurgreiðslum til landbúnaðarins. Svona getur maður misskilið hlutina...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er verið að tala um að iðnaður njóti jafnræðis en ekki niðurgreiðslur til landbúnaðar....ertu ekki alveg með. Mér finnst stórlega eðlilegt að vipskiptaráðherra hafi skoðun á samkeppnisumhverfi fyrirtækja eða hvað.?

Jón Ingi Cæsarsson, 22.7.2007 kl. 22:39

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Björgvin viðskiptaráðherra sýnir djörfung með þessum yfirlýsingum um að styðja við bakið á íslenskri grænmetisrækt. Vonandi finnur hann farveg fyrir þessar skoðanir sýnir í ríkisstjórninni og ætti þá að binda það við lífræna ræktun að mínu áliti.

Jón Baldur Lorange, 23.7.2007 kl. 00:57

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sammála ykkur með tilganginn. Þetta er nauðsynlegt verkefni, sem síðasta ríkisstjórn hefði átt að vera löngu búin að koma á koppinn, hvort sem það er bundið við lífræna eða hefðbundna ræktun. Grænmetisrækt hefur ekki verið talinn iðnaður hingað til fremur en önnur landbúnaðarstarfsemi, en ef svo er, væri ágætt að fá að vita hvenær þessu hefði verið breytt...

Gestur Guðjónsson, 23.7.2007 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband