Takk Hreiðar !

Ég er sérstaklega ánægður með Hreiðar Má að greiða sína skatta á Íslandi. Það er margt hægt að gera fyrir þá peninga. Aftur á móti finnst mér umhugsunarefni að Bakkavararbræður, Jón Ásgeir, Björgólfur Thor og fleiri af þeim sem hampað er sem mest sem dæmi íslenska kaupsýslumenn sem eru að meika það, skuli ekki greiða sína skatta hér.

Þeim er auðvitað frjálst að búa þar sem þeim sýnist og greiða skatta þar, en er kannski eitthvað í íslenska skattaumhverfinu sem væri hægt að bæta til að þeir "sjái sér fært" að búa á Íslandi og greiða sínar skyldur til samfélagsins? Það væri jú óskaplega gott að fá nokkur hundruð milljónir aukalega til sameiginlegra verkefna eða til lækkunar skatta á aðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég veit ekki betur en Björgólfur Thor búi hér á landi. Er hann ekki maðurinn sem fer í vinnuna á einkaþotu sinni á morgnanna og kemur á henni heim á kvöldin til að geta vaknað með syni sínum? (Var þetta ekki bullið í SogH?)

Mönnum í þessari stöðu er í lófa lagið að greiða skatta sína þar sem þeir eru lægstir hverju sinni. Það er hins vegar athyglisvert þegar fjármálahetjurnar eru með fjölda barna í skóla, nota heilsugæslu, sorphirðu og almennt alla þá þjónustuliði sem sveitarfélögin veita en greiði þangað engan skatt. Þetta er því miður raunin með þá sem eru bara á fjármagnstekjusköttum. Þetta þarf greinilega að skoða.

Haukur Nikulásson, 2.8.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Manni fyndist það hið ærlega að gera, að vera með lögheimil heima á Íslandi og borga sín gjöld og skatta þar, sérstaklega ef menn síðan búa hér raun og börnin jafnvel í skóla.

Sammála Hauki að það verður að finna leiðir til að þeir sem hafa eingöngu fjármagnstekjur taki þátt í borga fyrir þá þjónustu sem þeir njóta til jafns við frá sveitarfélugunum, annað er ekkert nema argasta óréttlæti. Reyndar umhugsunarefni hvernig fólk getur réttlætt fyrir sjáfu sér að njóta þjónustu til fulls án þess að borga nokkuð fyrir eins og venjulegir launþegar verða að sætta sig við.

Georg P Sveinbjörnsson, 3.8.2007 kl. 00:57

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ætli þeim sé ekki bara skítsama.

Ágætt að grípa í Bréf til Láru svona við og við.

Ólafur Þórðarson, 3.8.2007 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband