Ákvarðanatökufælni á háu stigi?
28.8.2007 | 11:44
Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru ráðherrar nokkrum sinnum vanhæfir til að úrskurða í þeim málum sem þeir höfðu tjáð skoðanir sínar um áður en að úrskurði kom. Skemmst er að minnast setningu Jóns Kristjánssonar sem umhverfisráðherra í úrskurðinum um Þjórsárverin.
Mér sýnast ráðherrar Samfylkingarinnar vera að koma sér hjá fjöldan allan af erfiðum málum með því að vera að blaðra um skoðanir á hinum og þessum málum sem gætu seinna komið til úrskurðar þeirra. Þar sem umræddir ráðherrar eru að lýsa skoðunum sínum í málum sem gætu komið til úrskurðar þeirra. Össur Skarphéðinsson er hvað duglegastur í þessu, en umhverfisráðherra hefur einnig verið með yfirlýsingar sem miðað við það sem á undan er gengið virðist einnig gera hana vanhæfa. Sem dæmi má nefna yfirlýsingar um olíuhreinsistöð og virkjanir í neðri hluta Þjórsár.
Þetta eru einstaklingar sem hafa talsverða reynslu og ættu að vita hvað þeir séu að gera, þannig að það sem blasir við er að þeir vilja ekki hafa ákvarðanir í þessum málum á sinni málaskrá og eru að skrifa sig frá þeim með yfirlýsingum sínum. Það er ákvarðanatökufælni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Iðnaðar-og umhverfisráðherra eru fyrir löngu orðnir vanhæfir í að úrskurða í
olíuhreinsistöðvarmálinu. Hafa fyrir löngu afgreitt það út af borðinu og meir
að segja löngu áður en ýtarlegar upplýsingar hafa legið fyrir um málið.........
Eru með tilfinngaleg rök í málinu en ekki fagleg sem byggja á hlutlausum
og tæknilegum upplýsingum. Spurning svo hvort sjálfstæðismenn fallist á
þessi vinnubrögð og niðurstöðu, sem segjast helstu talsmenn athafnafrelsinsins?
Hingað til hafa þeir nánast þagað þunnu hljóði............
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.8.2007 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.