Orð dagsins...

á Össur Skarphéðinsson í lok nýjustu færslu sinnar.

"Í vandasömum málum er yfirleitt best að baða sig bara í sumarsólinni en ekki í geislum fjölmiðlanna"

Svo mörg voru þau orð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Gestur minn,

Þetta er snilld. En kæri vin, mér þykir merkileg vandlæting flokkssystra þinna yfir því að einn maður skuli kallaður heim frá Írak en þótti ekki ástæða til þess að vera með óþarfa vesen, þótt við styddum innrásina í Írak.

Sigurður G. Tómasson, 8.9.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er misjafnt hvað menn aðhafast. Flokksystur mínar hafa, eins og flokkurinn allur lýst því yfir að sá stuðningur hafi verið mistök. Það breytir því samt ekki að það var ekki rétt að þrátt fyrir það skuli landið gert að liðhlaupa úr NATO liðinu vegna eins fjölmiðlafulltrúa. Fram hefur komið að þessi ákvörðun er tekinn á sama tíma og ISG er að reyna að afsaka það að hún ætli ekki að taka okkur af lista hinna staðföstu þjóða og ber kannski að skoða hana í því ljósi. Innanlandshagsmunir látnir ráða fram yfir hagsmuni okkar í alþjoðasambandi. Þegar við erum súkkulaði, eigum við ekki að vera að gera okkur breið. Held hrekkjalómar allra bekkja, þmt NATO bekkjarins, séu með það á hreinu og láti ekki óátalið.

Gestur Guðjónsson, 10.9.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband