Kristján L Möller maður að meiri

Samgönguráðherra hefur beðið Einar Hermannsson, skipaverkfræðing afsökunar á að hafa gert hann einan ábyrgan fyrir Grímseyjarferjumálinu.

Hann er maður að meiri að hafa gert það, enda var hann sjálfur eiginlegast orðinn blóraböggull í máli sem í rauninni kom honum ekkert við.

Þá er það næsta spurning, hvort Marshallaðstoðin hans geri slíkt hið sama?

Ég efa það, enda hefur hann ítrekað haldið því fram að Kristján Möller hafi ekki sagt það sem hann hefur nú beðist afsökunar á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hjartanlega sammála þetta sinn.

Hvenær verður Alfreð Þorsteinsson beðinn afsökunar á verri ásökunum en þarna er um að ræða? Hver verður fyrstur og hversu langur verður listinn?

Árni Gunnarsson, 22.9.2007 kl. 11:35

2 Smámynd: hræsnari

Ég tek undir það. Það var að vísu óþarft og lúalegt að reyna að klína skítnum í annars hempu til að byrja með, en það er óvanalegt og gleðilegt að sjá stjórnmálamenn sína iðrun og yfirbót.

hræsnari, 22.9.2007 kl. 18:29

3 Smámynd: Baldur Már Bragason

Mér þykir þetta nú ekki merkilegt hjá Kristjáni Möller.  Hann biðst afsökunar á því að hafa nefnt Einar einan. Með því er hann að segja að Einar sé ábyrgur en kannski sé hann ekki sá eini sem ábyrgð bera á þessu máli.   Þykir þetta virkilega stórmannlegt af samgönguráðherra?

Baldur Már Bragason, 25.9.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband