5 milljarðar í velferðarbætur
6.12.2007 | 10:03
Ég óska Samfylkingunni til hamingju með þennan árangur og þá sérstaklega Jóhönnu Sigurðardóttur. Sérstaklega vill ég óska henni til hamingju með að hafa tekið við það góðu búi að henni var þetta mögulegt.
Ég vil endilega greiða skatt til að þeir sem minnst mega sín geti framfleitt sér á sómasamlegan hátt. Taka þátt í samtryggingunni. Það sem ég vil aftur á móti ekki er að greiða skatt til að standa undir bótagreiðslum til fólks sem þarf ekki á þeim að halda. Þetta er nefnilega tryggingakerfi, ekki eignasöfnunarkerfi og á því er reginmunur.
Hvað mun stór hluti þessara bóta renna til heimila sem hafa yfir 300 þúsund eða 400 þúsund í tekjur á mánuði eða þaðan af meira? Hvað mun stór hluti þessara bóta renna til fólks sem á skuldlaust húsnæði og getur léttilega endurfjármagnað sig og náð góðri framfærslu þannig?
Ég á eftir að sjá hvernig þetta verður útfært og í tengslum við það verður að svara spurningum eins og þessum.
Íslenska velferðarkerfið er gott og ég vill endilega greiða til þess, en það framlag mitt á ekki að renna til þeirra sem ekki þurfa á því að halda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Facebook
Athugasemdir
Mikið sammála Gestur. En því miður er staðreyndin sú að þetta er ekki velferðar kerfi á íslandi lengur. Þetta er orðið hreint og klárt aumingjakerfi sem býr til vesalinga og afætur. Þú rétt eins og ég og allir aðrir þekkja einhver dæmi um fólk sem er í félagslegu húsnæði en hefur það ljómandi gott. Fólk sem er á atvinnuleysisbótum þó svo að það sé í fullri vinnu. Fólk sem tekur þátt í erfiðum íþróttum og sporti þrátt fyrir það að vera metnir öryrkjar. Og raunin er því miður sú að siðferðið er slíkt að flestum finnst þetta bara allt í lagi. Ég er gestkomandi í Nýja Sjálandi þessa dagana og kom við í Ástralíu í leiðinni. Þar er málum þannig háttað að fólki er ekki umbunað fyrir að vera framtakslausir aumgingjar rétt eins og á íslandi. Löngu tímabært að skera þetta velferðarkerfi niður og kenna fólki að axla ábyrgð á eigin lífi og gjörðum.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 10:22
Sæll Gestur:
Þú nefnir 5 milljarða í velferðarbætur en í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að upphæðin nemi 2,7 milljarða á næsta ári en annars er afskaplega erfitt að fá einhvern botn í þetta reiknisdæmi eins og stjórnvöld leggja það fram:
Sigurjón Þórðarson, 6.12.2007 kl. 10:45
Réttmæt sjónarmið hjá þér Gestur. Já hún Jóhanna var stálheppin að taka við svona góðu
búi af fráfarandi ríkisstjórn. Hef áhyggjur af hvað kratar hugsa lítið um að halda uppi áframhaldandi góðum hagvexti og að ríkissjóður eflist áfram til að standa undir og efla okkar
velferðakerfi. Hvenar heyrir maður kratana tala um slíka hluti?
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2007 kl. 11:29
Sæll Gestur. Því miður, er svolítið í grein þinni BITUR SANNLEIKUR. ÉG er öryrki og þekki til beggja vegna borðsins(nægtaborðsins).það er margt fyrir framan mig í þessu velferðarþjóðfélagi sem fær menn til að kalla okkur AUMINGJA(HUGSI NÚ HVER FYRIR SIG).því miður sé ég og veit að fólk er að SVINDLA Á ÞESSU KERFI. TIL DÆMIS GENGUR ÞAÐ EKKI UPP HJÁ MÉR að fólk í húsnæði FÉLAGSBÚSTAÐA SÉ KEYRANDI Á 3 JATIL 4JA MILJÓN KRÓNA BÍLUM.OG Á sama tíma er hellingur út í þjóðfélaginu sem er virkilega við HÖRMIUNGAR AÐSTÆÐUR. OG ÞÚ NEFNIR TEKJURNAR.ÉG SKIL EKKI AÐ MAÐUR ÞURFI AÐSTOÐ SEM ER MEÐ 3 TIL400ÞÚS Á MÁNUÐI. ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ FELA EKKI NEITT, ég hafði það gott áður en ég SLASAÐIST.ÞAÐ ER EKKI SÁLARUPPÖRVANDI AÐ GETA EKKI BORGAÐ SKULDIR.ÞAÐ ER EKKI SÁLARÖUPPÖRVANDI AÐ LOKAST SMÁTT OG SMÁTT AF ÚT Í HORNI,VEGNA ÞESS AÐ MÖRGUM Í ÞESSU ÞJÓÐFÉLAGI FINNST ÉG (við) VERA BAGGI Á ÞJÓÐFÉLAGINU. AÐ VISSU MARKI ER HÆGT AÐ SKRIFA UNDIR ÞAÐ,EN EKKI AF OKKAR VÖLDUM.Þar kemur til sofandiháttur svo margra í stjórnkerfinu.Hryggurinn á mér hrundi svona nokkurn veginn fyrir 18 mánuðum.ÉG VAR 1OG 1/2 SÓLARHRING Á SPÍTALA SVO VAR MÉR HENT ÚT MEÐ FULLA VASA AF PARKODIN FORTE.TRÚIÐ ÞIÐ NÚ ÞESSU SEM KEMUR NÚNA.ENGINN LÆKNIR EÐA SÉRFRÆÐINGUR Í HEILBRIGÐISKERFINU HEFUR HAFT SAMBAND VIÐ MIG TIL AÐ BJÓÐA MÉR ENDURHÆFINGU AF NOKKRU TAGI. ÉG FÉKK BEINÞÉTTNIMÆLINGU. BÚIÐ OG BASTA. Á HÚSAVÍK ERU ÞEIR AF EIGIN DUGNAÐI AÐ KOMA FÓLKI ÚT Í LÍFIÐ----EKKI HÉR ALLAVEGA HVAÐ AÐ MÉR SNÝR. STRÁKAR ÉG ER EKKI AÐ VÆLA. EN ÞETT ER NÖTURLEG STAÐREYND. OG ÉG ER MEÐ RÚMLEGA 120ÞÚS Á MÁNUÐI EFTIR SKATTA.ÉG borga húsaleigu hjá Félagsbústöðum,þarf að reka bíl (lítinn ,ódýrann) VEGNA LUNGNASJÚKDÓMS OG HRYGGJARINS.ÉG GET FYRIR MÍNA PARTA SAGT.ÉG EINS OG AÐRIR BORGAÐI TIL SAMHJÁLPAR ÞJÓÐFÉLAGSINS EINS OG ÞIÐ. MEÐAN ÉG STÓÐ Í LAPPIRNAR. ÉG ER NÚ KOMINN Á 7tugs aldurinn. MÉR FINNST EKKERT SPENNANDI Í STÖÐUNNI.ÞETTA ER SVONA ANNAR FLÖTUR EN KOM UPP HJÁ ÞÉR GESTUR MINN. MEGI SVO ALGÓÐUR GUÐ BLESSA YKKUR.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:01
Sæll Þórarinn. Það er einmitt og akkurat til einstaklinga eins og þín sem ég er meira en til í að greiða skatt til. Ég gæti rétt eins og þú lent í þessu einn daginn. En hinir, eins og þú nefnir og þeir sem eru að fá þetta bara svona auka, án sérstakrar þarfar, sem ég er ekki til í að greiða til.
Gestur Guðjónsson, 7.12.2007 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.