Loftslagsstefna kynnt - hvar er Fagra Ísland?

Eftir því sem ég kemst næst er stefna núverandi ríkisstjórnar í loftslagsmálum óbreytt frá stefnu síðustu ríkisstjórnar. Sveigjanleikaákvæðin, þeas íslenska ákvæðið og möguleiki á kaupum á heimildum, eru meginstef þess sem ríkisstjórnin ætlar að ná fram, auk eðlilegrar áherslu á að ná alþjóðlegu samkomulagi.

Þetta er allt annað en það sem Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra hefur talað fyrir, nú síðast á umhverfisþingi, sem er sú samkoma þar sem umhverfisstefna þjóðarinnar er rædd. Þar talaði hún um að Íslendingar ættu ekki að leita neinna undanþágna.

Það vekur athygli mína að Dofri Hermannsson, aðalhöfundur Fagra Íslands, hefur ekkert bloggað um málið. Hann er fastur í rifrildi um biskupinn.


mbl.is Markmið í loftslagsmálum kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Tek undir með þér að mestu, en þetta er að sjálfsögðu hvorki Þórunnar né Dofra að kenna, heldur öflin í ríkisstjórn sem ekki hafa fattað alvöruna tengd loftslagsbreytingar enn.

Annars las ég ekki það út úr yfirlýsinguna að séríslenska ákvæðið yrði haldið eftir Kyoto, heldur að menn kaupa sér kvóta, eins og til dæmis Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs ætlaði sér að gera í stórum stíl.  Mótbárur um að Noregi  þurfi að taka á þessu heima, birtust svo um leið í frá mörgum stjórnmálaflokkum.

En þú hefur kannski haft betri tækifæri til að kynna þér þessu en ég, og svo getur verið að yfirlýsingin var viljandi haft loðin ?

Hér er annars frétt ráðuneytisins um málið 

Það sem ég sakna auk skuldbindinga, er áherslu á möguleikarnir í orkusparnaði, ekki síst í skipa/fiskiflota, almennri neyslu og samgöngum. 

Hjólreiðar verða kynntar sem hluti af lausninni í Bali af samtökum fyrir heilbrigðar samgöngur sem meðala annars alþjóðasamtök  sveitarfélaga og þess háttar eininga ( ICLEI) standa að.  ( Sjá líka vef ICLEI : UN and ICLEI invite bike industry to global mobility alliance

Þetta eru lausnir með margs konar ávinning, margar flugur í einu höggi. 

Morten Lange, 4.12.2007 kl. 18:17

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Dofri hefur nu tjad sig. Er greinilega illa vid umraeduna.

Gestur Guðjónsson, 4.12.2007 kl. 19:10

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ó nei - ekki illa við umræðuna. Reyndar ekki við kersknina heldur, finnst það bara slæmt ykkar vegna að það sé ekkert innihald í viðbrögðum flokksins. Flokkurinn ykkar þarf meira á safaríkri og málefnalegri umræðu að halda en góðu gríni. Guðni er frábær uppistandari, hvort sem fólk hlær að honum eða með. Þið þurfið samt eitthvað meira til að öðlast tiltrú fólks, þá gildir einu hvort þið eruð í stjórn eða stjórnarandstöðu.

Þú ert hins vegar ævinlega svo málefnalegur að ég hlakka til að sjá þig útskýra hvernig þú gast ruglað saman íslenska ákvæðinu svokallaða og því sem kallað er sveigjanleikaákvæðið? Var það óskhyggjan sem yfirbugaði rökhyggjuna?

Dofri Hermannsson, 4.12.2007 kl. 20:05

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það verður að hafa gaman af hlutunum en öllu gamni fylgir nokkur alvara.

Ég tel að eina leiðin til að ná þeim markmiðium sem þarf að ná í loftslagsmálum, sé að færa eins stóran hluta orkubúskapar heimsins í sjálfbæra átt eins og kostur er. Íslendingar stjórna ekki því hver heildarorkuþörf heimsins er, nema með breytingum á þeim litla hluta sem af eigin hegðun og athöfnum hlýst og þar eru okkar flokkar algerlega sammála um að fara þurfi í stórhuga og framsýnar aðgerðir, þá aðallega í samgöngumálum þaðan sem stærsti hluti útblástur kemur.

En þegar kemur að orkunotkun sem er óháð okkar eigin hegðun í hagkerfi heimsins, eins og orkufreki iðnaðurinn er, ber okkur siðferðileg skylda að axla okkar ábyrgð. Það gerum við með því að leggja fram okkar sjálfbæru orkulindir, auðvitað gegn sanngjörnu verði og með eins mikill virðingu fyrir náttúrunni og kostur er. Þess vegna styð ég að íslenska ákvæðið verði framlengt. Sjálfstæðisflokkurinn er á því og umhverfisráðherra sló það alls ekki út af borðinu í viðtölum í dag, sagði þá spurningu ekki tímabæra, sem er annað en hún sagði á nýliðnu Umhverfisþingi. Í þvi ljósi verð ég að skilja sveigjanleikaumræðu stefnumörkunarinnar, sama hvaða sýn stjórnarandstöðuhluti Samfylkingarinnar hefur á málið, sem að mínu mati grundvallast á þröngum náttúruverndarhagsmunum, í anda vinsældasækjandi bakgarðsfælni (Not In My Back Yard, NIMBY) í stað þess að axla ábyrgð á alþjóðavísu.

En svona líta menn greinilega mismunandi augum á hlutina.

Gestur Guðjónsson, 4.12.2007 kl. 21:59

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Dofri er búinn að blogga og er hinn ánægðasti enda getur Samfylkingarfólkið hengt sig á það að ennþá sé ekki farið að ræða um undantekningaákvæði. Vísa að öðru leyti í blogg mitt um orð og efndir.

Ómar Ragnarsson, 4.12.2007 kl. 23:14

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gestur flaggar sjálfbærni orkulinda okkar og ætlast greinilega til að við höldum áfram að fela það að hvorki Kárahnjúkavirkjun með uppfylltu lóni sínu af aurseti né orkusvæðið á Hellisheiði sem verður uppurið eftir ca. 40 ár, er sjálfbær nýting.

Ómar Ragnarsson, 4.12.2007 kl. 23:18

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ómar: tek undir með þér að mér finnst það galli á úrskurði Sivjar Friðleifs að regluleg botnskolun Hálslóns, þótt það skoli ekki nema litlum hluta aursins niður Jökulsá, bæði vegna líftíma lónsins en ekki síður vegna strandarinnar við Héraðsflóa. Hvað varðar Líftíma Hellisheiðarvirkjanna, þá hafa jarðhitasvæði yfirleitt lifað mun lengur en menn gera ráð fyrir í upphafi, en þú hefur rétt fyrir þér að menn þurfa að fara að með gát. Munum þó að ssæðið mun jafna sig aftur að lokinni nýtingu, þott það kólni tímabundið vegna nýtingar.

Gestur Guðjónsson, 5.12.2007 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband