Er nammið búið úr pokanum?
9.1.2008 | 22:46
Hin ofþöndu fjárlög kratanna og íhaldsins, sem bólgnuðu út um 18% frá síðasta ári, eru að koma ríkisstjórninni í koll núna. Nammið er búið úr pokanum, búið að lofa öllu fögru til hægri og vinstri, í samgöngubætur, velferðarbætur og hin og þessi loforð, sem hver um sig eru góðra gjalda verð, en samanlagt gefa þau minna en ekkert rými í hagkerfinu til að liðka fyrir kjaraviðræðum, sem eru þó líklegast mikilvægasti einstaki áhrifavaldurinn á stöðugleikann.
Stöðugleikinn er svo forsenda áframhaldandi velmegunar, þannig að með austri sínum er nammið ekki bara búið heldur er hagkerfið komið með í magann af væntingum og mun þurfa fyrirlegu meðan að það nær sér á ný.
Það var þá björgulegt. Vonandi bráir þó fljótlega af því, með hjálp Seðlabankans, aðila vinnumarkaðarins og fleiri góðra aðila, en það er amk ekki með hjálp ríkisstjórnarinnar, svo mikið er víst. Hún hefði betur hlustað á málflutning Framsóknar í haust.
Flóabandalagið vísar kjaradeilu til sáttasemjara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einn þingmanna Framsóknarflokksins segir að Framsóknarflokkurinn sé þjóðlegur jafnaðarmannaflokkur.Er hann þá ekki einhverskonar krataflokkur.Alþýðuflokksmennirnir gömlu sögðust vera jafnaðarmenn og voru kallaðir kratar.Ert þú þjóðlegur krati.Þú þarft að sjálfsögðu ekki að svara. Kv.
Sigurgeir Jónsson, 10.1.2008 kl. 20:37
Eg ætladi einu sinni ad verda krati, en eftir ad hafa buid i kratarikinu Danmørku i rum 5 ar er eg bolusettur fyrir lifstid.
Gestur Guðjónsson, 11.1.2008 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.