Gullfiskaminni fjármálaráðherra

Árni M Mathiesen sagði á Alþingi í dag að þenslan undanfarið væri vegna ákvarðana félagsmálaráðherra Framsóknar í íbúðalánamálum.

Ég vissi ekki betur en að hann hefði nú sjálfur setið í þeirri ríkisstjórn og ég trúi ekki að málið hafi verið afgreitt gegn vilja hans.

Minni fjármálaráðherra er greinilega heldur ekki gott. Það var nefnilega ekki Íbúðalánasjóður sem átti frumkvæði að hækkun lánshlutfalls við íbúðakaup á sínum tíma, heldur bankarnir, sem fóru í einu stökki í 90%, í 100% og þaðan af meira. Í stjórnarsáttmálanum stóð að fara ætti í 90% lánshlutfall, þegar og ef aðstæður í hagkerfinu leyfðu. Íbúðalánasjóður gerði ekkert annað en að fylgja bönkunum eftir, svo ekki yrði hrópandi ósamræmi í aðstöðu húsnæðiskaupenda á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og á landsbyggðinni, þar sem bankarnir vildu ekki lána.

Kannski er fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn nú ósáttur við þá jafnréttisaðgerð?

Maður verður að gera kröfu til manna sem gegna ráðherraembætti að fara rétt með og mæli með því að hann taki lýsi á morgnanna, enda ku það bæta minni manna. Ekki er vanþörf á.


mbl.is Mikilvægt að halda ró sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Góður með lýsið

Steinn Hafliðason, 17.1.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kannski er minni mínu ábótavant en ég man ekki betur en að hækkað hlutfall íbúðarlána væri eitt af aðal kosningaloforðum Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2003.

Auðvitað ber Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð á því með Framsóknarflokknum að þetta loforð var efnt, en öllum mátti vera ljóst að með því fylgdi að bankarnir yrðu að taka þátt í þeim dansi sem þá hófst og hefur engu skilað nema síður sé eftir að fasteignaverðshækkunin með tilheyrandi verðbólguaukningu gerðu meira en að taka allan ávinninginn í burtu.

Ómar Ragnarsson, 17.1.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ómar: Þú virðist hafa svipað minni og fjármálaráðherra. Vissulega voru 90% lánin kosningaloforð Framsóknar 2003, en það stóð aldrei til að framkvæma hækkunina með þeim hætti sem varð. Loforðið var að hlutfallið ætti að hækka í þrepum, allt að 90% ef efnahagsaðstæður leyfðu. Það var kannski trú bankanna á þá stjórn sem þá sat á að koma sínum stefnumálum í framkvæmd sem varð til þess að þeir vildu verða á undan og ruddust inn á markaðinn, enda sáu þeir fram á að missa hina gróðavænlegu fjármögnun sem þeir höfðu haft við fjármögnun þess sem vantaði upp á 65% íbúðalánasjóðslánin.

Það sem fólk virðist vera að gleyma er nefnilega að það voru bankarnir sem komu inn á markaðinn með þessi lán á hraða sem var algerlega óábyrgur. Íbúðalánasjóður fylgdi svo á eftir.

Gestur Guðjónsson, 17.1.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband