Kapphlaupið um Árna Mathiesen

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvor aðilinn verður á undan að kippa ráðherrastólnum undan Árna Mathiesen, Héraðsdómur og Hæstiréttur eða Umboðsmaður Alþingis.

Sigurður Líndal skrifar enn og aftur þungaviktargrein í Fréttablaðið í morgun þar sem hann rekur þann feril sem ráðherra á að fara í ráðningarferlinu.

Þar segir m.a.

"...dómnefnd skuli senda dómsmálaráðherra umsögn sína ásamt gögnum þegar hún hefur lokið störfum. Þessu næst skal dómsmálaráðherra kynna hverjum umsækjanda álit dómnefndar um hann sjálfan og gefa honum kost á að gera skriflegar athugasemdir. Ef ráðherra berast slíkar athugasemdir skulu þær bornar undir dómnefndina."

Ég veit ekki betur en að Björn Bjarnason hafi sagt sig frá málinu á ríkisstjórnarfundi 20. desember sl. Ríkisstjórnarfundir hefjast um klukkan hálf níu og líkur um ellefuleytið. Seinnipartinn sama dag (finn fyrstu frétt tímasetta um kl 16) er Árni Mathiesen búinn að skipa Þorstein í embættið. Hef heyrt á skotspónum að umsækjendum hafi verið tilkynnt um ráðninguna um hálf þrjú.

Sama hvort er, að Árni Mathiesen hafi tekið sér 3 eða 5 klukkutíma í þetta ferli, er ljóst að hann hefur aldrei sinnt þeim skyldum sem á honum hvíla, rannsóknarskyldu, virðingu andmælaréttar og samráð við dómnefnd á þeim tíma. Það hefði þá komið fram.

Ætli þessi 3ja tíma ákvörðun, sem tók hann 3 vikur að rökstyðja, kosti hann embættið eftir 3 mánuði?

Það er eins gott fyrir hann að íhaldið hafi brátt lausan stól fyrir hann og gefi honum það vondaverkefni að gera Landsvirkjun klára fyrir einkavæðingu. Verst að það er bara ekki eins gott fyrir okkur hin...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já í öðrum löndum Vestur Evrópu liti málið eiginlega vonlaust út, fyrir settann Dómsmálaráðherra!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.1.2008 kl. 19:19

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Þetta er auðvitað hneyksli hvernig þetta mál hefur verið meðhöndlað frá A-Ö.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 25.1.2008 kl. 21:36

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ó, nei - það var sko ekki tvínónað við þetta. Þorsteinn er ráðinn 20. desember, og hefur störf 2. janúar - tíu dögum seinna. Enginn þriggja mánaða uppsagnarfrestur, ekki einusinni mánuður: Tíu dagar.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.1.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég meina auðvitað TÓLF dögum seinna 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.1.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Er ekki verið að líta framhjá því að sá sem valinn var í embættið hafði dómnefndin sjálf metið sem hæfan í embættið?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.1.2008 kl. 01:12

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Vitna í grein Stefáns Erlendssonar í Morgunblaðinu í dag:

Ef málatilbúnaðurinn er skoðaður með hliðsjón af siðferðisþroskakenningu bandaríska siðferðissálfræðingsins Lawrence Kohlberg kemur nefnilega svolítið forvitnilegt í ljós.Kohlberg skipti siðferðisþroska einstaklinga í sex stig en taldi jafnframt að fæstir næðu lengra en upp á fjórða stig siðferðisþroskans – svokallað stig laga og reglna. Þegar ágreiningur á borð við þann sem hér er til umfjöllunar rís er líklegt að þeir sem leggja áherslu á að fylgja lagabókstafnum fremur en huga að anda eða tilgangi laganna séu sáttir við röksemdafærslu á þessu þroskastigi. Kohlberg hélt því einnig fram að það væri nánast borin von að einstaklingur á tilteknu siðferðisþroskastigi gæti skilið eða kynni að meta röksemdafærslu þeirra sem eru á hærra stigi. Þannig er ekki víst að sá sem leggur metnað sinn í að fylgja lagabókstafnum skilji sjónarmið þess sem mælir eindregið með því að horft sé til anda laganna. Áhersla á anda laganna er einkennandi fyrir röksemdafærslu á fimmta og sjötta stigi Kohlbergs.Þegar viðbrögð núverandi forsætisráðherra við orðfæri í grein Sigurðar Líndal, sem forsætisráðherrann sagði að væri honum til minnkunar, og ummæli fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði umræðuna um embættisveitingu sonar síns það ljótasta sem hann hafi orðið vitni að á ferli sínum, eru skoðuð í þessu ljósi öðlast þau alveg nýja merkingu. Það talar auðvitað hver og einn eins og hann eða hún hefur vit til.

Athyglisvert?

Gestur Guðjónsson, 26.1.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband