Hvað fannst fólki um spaugstofuna í kvöld?
26.1.2008 | 23:16
Spaugstofan hefur ekki farið vel með okkur framsóknarmenn í gegnum tíðina. Sérstaklega hefur mér sviðið hversu rætnir og illkvitnir þeir voru í garð Halldórs Ásgrímssonar á sínum tíma.
Persónulega finnst mér meðferð þeirra á Ólafi F fyrir neðan allar hellur og sýnir vanvirðingu og fordóma gagnvart veikindum hans, sem mér hann hafa fulla heimtingu á að fá að hafa fyrir sig, svo lengi sem getur sinnt sínum störfum.
Veit að ég hljóma eins og siðgæðisnefnd kvenfélagsins en það verður bara að hafa það, hnífagrínið og allt um þessi meirihlutaskipti og farsan allan í kringum það var flott og bráðfyndið, en sú mynd sem dregin var upp af Ólafi sem Kleppara er eitthvað sem mér finnst fyrir neðan allar hellur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Sala Landsvirkjunnar kemur ekki til greina
- Fylgi Bjartrar framtíðar
- Vinnulag við fjárlagagerð
- Landsbyggðaskattur
- Verðbólguleiðin?
- Blindir og vanhæfir gullkálfsdansarar
- Hver verða eftirmál þingsályktunartillögunnar?
- Hengjum ekki bakara fyrir smið
- Rangtúlkun Jóhönnu og Samfylkingarinnar á Rannsóknarnefndarsk...
- Furðulegar nornaveiðar í gúrkutíð
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Agnes Ásta
- Albertína Friðbjörg
- Björn Ingi Hrafnsson
- Dofri Hermannsson
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Framsóknarflokkurinn
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Gunnlaugur Stefánsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Sveinn Hjörtur
- Valdimar Sigurjónsson
- Guttormur
- Sigurður Ellert Sigurjónsson
- Agnar Bragi
- Anna Kristinsdóttir
- Ari Jósepsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ásta
- Baldur Fjölnisson
- Baldur Sigurðarson
- Bergur Sigurðsson
- Bergþór Skúlason
- Birgitta Jónsdóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgmundur Örn Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Egill Jóhannsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurbergur Arason
- Einar Vilhjálmsson
- Einar Þór Strand
- Eiríkur Harðarson
- ESB
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- FUF í Reykjavík
- Gísli Tryggvason
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðmundur Andri Skúlason
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gunnar Aron Ólason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gústaf Níelsson
- Halldór Borgþórsson
- Hallur Magnússon
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Heiðar Lind Hansson
- Heimir Eyvindarson
- Heimir Tómasson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hermann Einarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhannes Guðnason
- Jóhannes Snævar Haraldsson
- Jóhann Pétur Pétursson
- Jóhann Tryggvi Sigurðsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jónas Egilsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Finnbogason
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jón Snæbjörnsson
- Júlíus Brjánsson
- Karl Hreiðarsson
- Karl V. Matthíasson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Landvernd
- maddaman
- Magnús Guðjónsson
- Magnús Þór Friðriksson
- Marteinn Magnússon
- Morgunblaðið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Páll Gröndal
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ritstjóri
- Samband ungra framsóknarmanna
- S. Einar Sigurðsson
- Sigurður Árnason
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Steinn Hafliðason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Helgason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Vefritid
- viddi
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þráinn Jökull Elísson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 356313
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er nú alveg sammála þér. Þetta var bráðfyndinn þáttur enda heilmikill efniviður lagður upp í hendurnar á þeim. Það var hins vegar yfir markið grínið með Ólaf.
En það var óborganlega fyndið þegar hann spyr sjálfstæðismennina hvað fólkið sé að hrópa og fær ansi skrýtin svör.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.1.2008 kl. 23:34
Sæll Gestur, ég er kannski eins viðkvæmur og þú. Það vita jú allir að Spaugstofan er grín. En það var ekki af grínaktugum hvötum sem DV birti um helgina söguna af ópalpökkunum tveimur sem Ólafur var alltaf sagður bera á sér. Annan fyrir sjúklinga og kunningja (vegna smithættu) en hinn fyrir sig. Ég þekki Ólaf ágætlega og hef aldrei séð hann með ópal. Þó var ekki tekið fram að sagan væri sögð í gríni. Fór það kannski gegn tilgangi sögunnar? Sagt er að "eins dauði sé annars brauð". Hvern langar í það brauð? Hver skyldi vera svo framagjörn?
Sigurður Þórðarson, 26.1.2008 kl. 23:36
Ef hinn ungi fjölskyldumaður Björn Ingi átti að öllu eðlilegu að geta þolað árásir Sjálfstæðismanna á sínum tíma hversu miklu frekar ætti ekki miðaldra og lífsreyndur og að eigin sögn fullkomleg frískur læknir að þola Spaugstofuna og annað viðlíka sem hann vissi fyrir að viðskipti með borgarstjórastól kostuðu. - Þó ekki væri nema eftir meðferð Sjalla á Binga - sem þó þáði ekki borgarstjórastól fyrir vistarskiptin.
- Ef Ólafur rís ekki undir þessu er betra að það komi fram strax - ef hann hinsvegar gerir það þá er líka gott að það komi fram strax.
Helgi Jóhann Hauksson, 27.1.2008 kl. 00:17
Auðvitað þolir Ólafur Spaugstofuna og brosir að henni eins og við hin. Hann er aftur á móti ekki jafn sáttur við þann spuna sem settur var í gang varðandi heilsu hans og kom m.a. fram í DV og nafnlaust á Netinu.
Sigurður Þórðarson, 27.1.2008 kl. 08:37
Þetta grín spaugstofunnar var langt fyrir neðan beltisstað og þeim til skammar!!
Jóhann Hannó Jóhannsson, 27.1.2008 kl. 08:58
Þessi bágbilja sem einhver hefur sett fram og aðrir apa eftir um að ef Ólafur þolir ekki þetta eða hitt, er svo kjánaleg að það tekur engu tali. Menn leggja út af því að Ólafur sé eini maðurinn á Íslandi sem hefur átt við veikindi að stríða, sem gegnir trúnaðarstörfum. Lágkúran er í algleymingi. Og það er alveg með ólíkindum hve fólk getur lagst lágt í að níða hann niður.
Af því að hér var rætt um Björn Inga, það fólk sem stendur fyrir þessum árásum ættu að læra af því sem þar gerðist, sá sem felldi Björn Inga liggur sjálfur helsærður og útskúfaður. Honum hefði verið nær að hafa hnífasettið heima í eldhúsi. En það ættu fleiri að læra af þessu, og skilja brandana eftir heima. Sér grefur gröf þótt grafi er í fullu gildi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 09:47
Nú er það upplýst að veikindi Ólafs voru af andlegum toga. Við þeim veikindum brást hann með því að taka sér frí og leita sér bata. Útskrifaður heilbrigður kemur hann til starfa á ný og um það ætii að ríkja góð sátt og gleði.
Árni Gunnarsson, 27.1.2008 kl. 10:24
Mér var kennt að það væri ljótt að gera grín af minnimáttar, og tel ég að það gildi í þessu tilviki. Við munum öll hvernig Spaugstofan málaði þá mynd af Halldóri Ásgríms sem "heimskum" manni og gerði allt eins og Davíð sagði. Þið hafið kannski tekið eftir þeirri mynd sem Jay Lenno gefur af Bush "heimsku". Máttur fjölmiðlanna er mikill og tilhneigingin að ráðast á minni máttar er þar í hávegum höfð.
Hermann Einarsson, 27.1.2008 kl. 12:14
Burt séð frá allri pólitískri afstöðu, fannst mér þetta fara yfir strikið ... sem þema þáttarins.
Hákon Þór Sindrason, 27.1.2008 kl. 12:17
Spaugstofan er bara spéspegill þeirrar umræðu sem í gangi er. Spaugstofan verður ekki sökuð um það að hafa fyrst dregið upp þá mynda af Ólafi að hann sé heilabilaður. Ég vænti þess að sjá þátt síðar hjá Spaugstofunnu um hver kom þessari sögu af stað.
Sigurður Þórðarson, 27.1.2008 kl. 13:57
Mig grunar að menn hafi e.t.v. misskilið grín Spaugstofumanna. Þó hef ég að sjálfsögðu ekkert annað fyrir mér í því en eigin tilfinningu fyrir því hvað fyrir þeim vakti.
Mér þykir nefnilega háð þeirra hvað varðar Ólaf hitta fyrir þá sem hafa undanfarna daga gert sér pólitískan mat úr veikindum Ólafs, ekki Ólaf sjálfan. Þá sem láta eins og þeim komi við hvers eðlis veikindi hans hafi verið eins og það ráði úrslitum um lífslíkur þessa nýja meirihluta.
Karl Ólafsson, 27.1.2008 kl. 16:18
ég hló mikið af þessum þætti.ser í lagi alveg í lokin.
Adda bloggar, 27.1.2008 kl. 16:44
Gott er, ef Karl hefði rétt fyrir sér - forvitnilegur spuni - en merkilegt að sjá fullorðið fólk á borð við Helga Jóhann Helgason gera sér mat úr öllu saman og smjatta á kræsingunum. Ekki smekkleg viðhorf þar á ferð.
Ólafur Als, 27.1.2008 kl. 17:31
Skrítin kenning Gestur að borgarstjóri "sé minnimáttar" - og að forsætisráðherra Framsóknar hafi orðið fórnarlamb annarra og þá sérstaklega Spaugstofunnar. Það er almenn reynsla - bæði innanlands og erlendis - að öflugir stjórnmálamenn eflast með þeirri athygli sem þeir fá hjá grín-maskínum síns samfélags. Það er á sama hátt líklegt að þeir sem hafa risið upp fyrir sitt eigið getustig - eða eru á niðurleið af einhverjum sökum - fari þá hraðar niður skalann ef grínistarnir taka þá fyrir.
Enginn getur ætlast til þess að þeir fái eitthver skjól fyrir gríninu - - sem taka að sér mest áberandi pólitísku hlutverkin - og gera það líka með brambolti og jafnvel " sérstökum hætti" - sama þó þeir hafi glímt við "veikindi sem þeir vilja sjálfir fela" - - og gera það jafnvel að verkum að það er óhjákvæðimlegt að þeim sé vantreyst.
Ekki verður nú minni vandræðagangur eftir bullið sem Kjartan Magnússon og Ásta Þorleifsdóttir báru á borð - - og mótsagnirnar!!! Sussu., sussu....
Benedikt Sigurðarson, 27.1.2008 kl. 20:02
Sammála því að Spaugstofan hafi þarna farið yfir strikið, var annars skemmtilegur þáttur að mínu mati, fyrir utan þessi atriði mað Ólafi, sem voru mjög ósmekkleg.
Egill Rúnar Sigurðsson, 27.1.2008 kl. 20:14
Meðferð þeirra á Ólafi F. var vanhugsuð og ódrengileg. Hafa skal aðgát í nærveru sálar. Þátturinn hefur verið gerður í hita leiksins þegar múgæsingin tók völdin af skynseminni.
Calvín, 27.1.2008 kl. 20:24
Benedikt. Ég er alls ekki hrifinn af nýja meirihlutanum, hvernig hann kom til og bullinu í Ólafi, Vilhjálmi, Ástu og Kjartani um aðdragandann. Hann er með ólíkindum og farsinn er ekki að minnka eftir því sem þau hrökklast frá einni skýringunni í aðra. Það hlýtur að skapa vantraust. Þau hefðu betur sagt satt frá upphafi. Þau hefðu öll viljað komast til frekari valda. Líklegast hafa þau skammast sín fyrir að vera að ganga á bak orða sinna og því hefur leikritið byrjað.
Það breytir því samt ekki að menn verða að fara varlega í umfjöllum um fólk og niðrandi, meiðandi meðferð eins og Spaugstofan viðhafði í gær fannst mér fyrir neðan allar hellur. Ef um annan sjúkdóm en geðrænan hefði verið að ræða, segjum nýrnasjúkdóm, til að segja eitthvað, hefði fleirum kannski þótt umræðan óviðeigandi?
Svo lengi sem maðurinn er frískur er eðlilegt að hann sinni þeim störfum sem kjósendur hans hafa kjörið hann til.
Gestur Guðjónsson, 27.1.2008 kl. 20:27
Svona eftir á að hyggja þá fannst mér þessi þáttur taka svo fast á þessu Ólafs máli að umræðan kláraðist og enginn nennir að tala um þetta lengur. Svona eins og þegar búið er að segja sama brandarann of oft þá hættir hann að vera fyndinn.
Halla Rut , 27.1.2008 kl. 21:33
Vonandi hefur þú rétt fyrir þér Halla
Gestur Guðjónsson, 27.1.2008 kl. 22:36
Það var farið yfir strikið varðandi Ólaf, sérstaklega vegna fjölskyldu hans. Stjórnmálamenn verða að þola grín, en þetta var alveg á mörkunum. Annars var Spaugstofan með betra móti.
Ágúst H Bjarnason, 27.1.2008 kl. 22:40
Ég er búin að flakka um bloggið og ég skil ekki hvað það eru margir sem eru á móti þessu að mínu mati verður fólk ef að það ætlar að verða pólitíkusar að gera sér grein fyrir að stundum er gert grín að manni.
Madda, 28.1.2008 kl. 09:59
Svona án GRÍNS ??? .... eruð þið virkilega að reyna að kenna spaugstofunni um að fólk vilji ekki kjósa ykkur Fjósamenn ???
Brynjar Jóhannsson, 28.1.2008 kl. 21:34
Ég var ekki að því, en held því fram að þeir hafi verið rætnir og illkvittnir gagnvart Halldóri Ásgrímssyni. Það var allt og sumt.
Gestur Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.