Hvað verður um Orkuveituna?

Flestar rekstrareiningar borgarinnar eru í hefðbundnum rekstri, svo þær eru ekki á neinni heljarþröm núna strax við meirihlutaskiptin, þótt maður geti vissulega haft áhyggjur af áherslum í hinum ýmsu málaflokkum til lengri tíma.

En á næstu dögum og vikum þarf að taka stórar ákvarðanir í Orkuveitunni. Kjartan Magnússon og Ásta Þorleifsdóttir þurfa nú að ná samkomulagi um hvert skuli stefna og í hvaða verkefni á að fara. Verkefnaskráin er löng.

Eins og Ásta hefur talað um framkvæmdir í orkumálum hér innanlands, jarðvarma- sem vatnsaflsvirkjanir, á ég erfitt með að trúa því að hún hafi aðra skoðun gagnvart framkvæmdum á erlendri grund og ætli þar með slá þær meira og minna af. Enda getur ekki verið að mat hennar á verðmæti náttúrufyrirbrigða á Íslandi sé algerlega annað en ef hróflað er við sömu eða svipuðum náttúrufyrirbærum erlendis.

Þess vegna hef ég miklar áhyggur af Orkuveitunni við þessi meirihlutaskipti og er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins mikil ef Orkuveitan verður fyrir miklum skakkaföllum af þessum völdum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband