Lækkun fasteignagjalda. Gott mál eða hvað?

Það mun koma mér vel að fá lækkun fasteignagjalda. Ég mun hafa meira handa á milli, í bili amk.

En er þessi aðgerð nýs meirihluta til þess fallin að hjálpa til við að koma böndum á efnahagslífið?

Nei. Þessi aðgerð eykur peningamagn í umferð, er verðbólguhvetjandi og vinnur þar með þvert gegn þeim aðgerðum sem Seðlabankinn virðist standa einn í. Að koma böndum á verðbólguna og jafnvægi á efnahagslífið. Ekki hjálpar ríkisstjórnin sem sefur Þyrnirósarsvefni og nú fer Sjálfstæðisflokkurinn fram og vinnur hreint á beint á móti aðgerðum Seðlabankans.

Réttara hefði verið að taka féð úr umferð með því að greiða niður skuldir borgarinnar, fyrst meirihlutinn telur sig ekki þurfa á fénu að halda í velferðina.


mbl.is Álagningarseðill fasteignagjalda birtur að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Theódórsson

Þessi búbót nýtist öruggleg mörgum Reykvíkingum til að lækka hjá sér yfirdráttinn eða borga inn á lánin sín.

Elías Theódórsson, 28.1.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Laissez-Faire: Þú virðist haldin(n) sömu gullfiskaminnissýki og flokksfélagi þinn Árni Mathiesen, sem ég gagnrýndi fyrir sama málflutning fyrir stuttu,  hér.

Það er rétt að Framsókn var með allt að 90% lán á sinni stefnuskrá fyrir kosningarnar 1993, þegar aðstæður í efnahagslífinu leyfðu. Þegar ríkisstjórnin var komin til valda, voru bankarnir hræddir við að missa spón úr sínum aski og riðu á vaðið, á undan Íbúðalánasjóði, með 90, 100% og þaðan af hærri lánum og af mun hærri hámarkslánaupphæð en nokkurntíman var talað um af hálfu Framsóknar.

Íbúðalánasjóður fylgdi svo á eftir til að tryggja öllum landsmönnum sem svipaðast aðgengi að lánsfjármagni, því bankarnir vildu ekki lána út á land.

Á þessu er mikill munur og virðist Sjálfstæðismönnum erfitt að viðurkenna það. Það er vegna óábyrgrar innkomu bankanna á markaðinn sem þetta einkaneyslufyllerí byrjaði. Nema þeir vilji það ekki og séu vísvitandi með rangan málflutning til að reyna að hylma yfir getuleysi sitt í efnahagsmálum, í ríkisstjórn og nú borgarstjórn.

Gestur Guðjónsson, 28.1.2008 kl. 20:36

3 identicon

Gestur , dettur þér í hug að þessi smánarupphæð sé verðbólguhvetjandi.

ég er búinn að reikna þetta út fyrir þig hérna þetta dugar ekki fyrr fyrir popp og kók.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 00:24

4 identicon

ég gleymdi að taka fram að það er verið að lækka fasteignaskattanna um 5%, fasteignaskattur er einungis hluti af fasteignagjöldunum, það er því mesti misskilningur að fasteignasgjölldin lækki um 5%. en útreikninganna geturðu séð á linknum sem ég setti hérna að ofan

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 00:32

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alltaf nokkuð merkilegt að mínu mati, þegar menn telja fé hjá einstaklingum þennsluvaldandi og það fjármunirnir séu mun betur komnir hjá opinberum aðilum og alls ekki þennsluvaldandi þar.

Er það vegna þess að þeir eru þess svo fullvissir að fénu sé varið í einhverja vitleysu sem ekki skilar neinum margfeldisáhrifum út í þjóðfélagið eða skili arði hjá hinum opinberu aðilum?

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2008 kl. 03:04

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þorsteinn: Eins og þú veist þá er upphæðin sem slík oft ekki aðalmálið. Það eru frekar skilaboðin sem í þeim felast.

G Tómas: Þessi færsla minnir mig á það sem ég heyrði einhverntíma: Hægrimenn halda því alltaf fram að hið opinbera fari illa með fé. Svo komast þeir til valda og sanna það... En það er rétt hjá þér. Hið opinbera verður að sjálfsögðu einnig að sýna ráðdeild í rekstri. Ekki spurning.

Gestur Guðjónsson, 29.1.2008 kl. 09:02

7 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Gestur

 Það hefði verið fullkominn skandall ef borgin hefði ekki lækkað þetta hlutfall. Ég var búinn að benda okkar frömmurum hérna í borginni á þetta á meðan við vorum í meirihluta.

Hvers vegna á borgin að græða meira á því að fasteignamatið hækki? Það er ekki eins og það sé verið að lækka skatta, nei, það er verið að koma í veg fyrir aukna skattbyrði.

 Kv.

 Snæþór

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 29.1.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband