Fjöldi óákveðinna stóreykst - ekki furða

Ég er ekki hissa á að fylgi Framsóknar sé ekki að aukast í því gjörningaveðri sem hefur verið í kringum flokkinn.

Samfylkingin heldur góðu flugi, meðan enn er eitthvað nammi eftir í pokanum að útdeila. Spurning hversu fljótt það dalar þegar raunveruleikaáfallið kemur, sem virðist ætla að koma fyrr en áður hefur verið spáð, amk miðað við afkomutölur bankanna.

Stóru tíðindi þessarar könnunar er hinn stóri hluti óákveðinna. Ég tel víst að þar sé gengisfelling borgar"stjórnmálanna" að hafa mikil áhrif.


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það eru tvö ár rúm í bæjarstjórnarkosningar.Tíminn er að hlaupa frá Framsóknarmönnum. Ef ekki verður skift um forystu í flokknum, og ný forysta verður ekki fenginn til að skapa flokknum framtíðar ásýnd með nútímann og framtíðina að leiðarljósi,liggur það nánast fyrir, að flokkurinn fær engan bæjarfulltrúa kjörinn við Faxaflóann.Það mun hafa afdrifaríkar afleiðingar í kosningum til alþingis ári síðar.Ný samhent forysta verður að þora að taka á þeim málum innan flokksins sem byrjuðu að eyðileggja hann á arunum 1999-2001, og hafa haldið áfram allar götur síðan, með þeim afleiðingum að flokkurinn er kominn að hruni.

Sigurgeir Jónsson, 31.1.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband