Orð dagsins...

...á borgarstjóri vor, Ólafur F Magnússon, í sjónvarpinu í gær, þegar hann sagði að:

"Kaupangur hafi viljað verulega hærri fjárhæð fyrir húsin og lóðirnar á Laugavegi 4 og 6 en borgin greiddi að lokum. Samningurinn hafi því verið hagstæður. "

Ef ég fer sem sagt fram á ofsalega fáránlega háa upphæð og þarf að slá af henni þannig að hún verði bara fáránlega há, er sá sem kaupir af mér að gera góð kaup.

Það kemur á óvart að ekki sé neina frétt að finna á mbl.is um þessa viðskiptasnilld nýja meirihlutans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Aðalsteins

Ég sá þetta líka í fréttum í gærkveldi og var hissa á þessum röksemdum og að hann skyldi sleppa frá þessu svona auðveldlega.

Magnús Aðalsteins, 1.2.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Eins og þið vitið sem tjáið ykkur um þetta, þá er maðurinn ekki andlega heill.

Eiríkur Harðarson, 1.2.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Kæri Gestur!

Ég er komin á þá skoðun að í þessari fáránlegu stöðu sé eina vitræna lausnin Þjóðstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Reykjavík takk!

Hallur Magnússon, 1.2.2008 kl. 22:44

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hallur: Ég spáði þessu sama, reyndar í aðeins breyttri mynd strax þegar þetta gerðist.

Gestur Guðjónsson, 2.2.2008 kl. 00:37

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Nákvæmlega Gestur, ég ætti kannski að fá hann til að kaupa húsið mitt, það er til sölu......

Sædís Ósk Harðardóttir, 2.2.2008 kl. 01:50

6 Smámynd: Bryndís Helgadóttir

Þetta hefur ekkert með geðveiki að gera, heldur kallast þetta heimska.

Bryndís Helgadóttir, 2.2.2008 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband