Stórskaðleg yfirlýsingagleði Samfylkingarinnar

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvartar nú opinberlega yfir yfirlýsingagleði utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra í Evrópumálum.

Það er ekki að furða, enda ganga þær þvert gegn því sem stendur í stjórnarsáttmálanum.

Við þessum yfirlýsingum þeirra getur forsætisráðherra brugðist með tvennum hætti

  • Að gefa út yfirlýsingu um að yfirlýsingar ráðherrana séu ómark, þessir ráðherrar ríkisstjórnar hans séu ekki að tala fyrir hönd þess embættis sem þau gegna, heldur séu þau að lýsa sínum persónulegu skoðunum, eða
  • að breyta stjórnarsáttmálanum miðað við yfirlýsingar ráðherrana.

Hvort sem við endum með því að sækja um aðild eða ekki, þegar tími þeirrar ákvörðunar kemur, eru þessar yfirlýsingar okkar hagsmunum alls ekki til framdráttar. Þær geta ekki annað en veikt áhuga ESB á EES samningnum, sem almennt er álitið að hafi þjónað hagsmunum okkar vel, fyrst ráðherrar ríkisstjórnarinnar lýsa yfir vantrú á honum.

Sömuleiðis má ráðherra viðskiptamála ekki kjafta gjaldmiðilinn okkar niður í hvert skipti sem hann fær hljóðnema í nágrennið. Hvort sem honum finnst hann á vetur setjandi eður ei. Hann ætti frekar að snúa sér að því að sækja fram til að ná stjórn á efnahagsástandinu í stað þess að benda endalaust á flóttaleiðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Mér finnst sjálfstæðismenn sýna þeim ótrúlegt langlundargeð með þessar stöðugu yfirlýsingar.

Steinn Hafliðason, 4.2.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband