Lærdómur REI málsins

Lærdómur þessarar skýrslu er í mínum huga einfaldur.

Menn verða að fara eftir samþykktum sveitarfélaga og starfa í anda þeirra og eðlilegra lýðræðislegra stjórnarhátta.

Maður les út úr skýrslunni að sami andi hafi svifið yfir vötnum þarna og í huga fjármálaráðherra varðandi héraðsdómarastöðuveitinguna. Valdið er okkar og ef hægt er að túlka lögin og reglurnar okkur í hag, þá gerum við það. Einnig verða stjórnmálamennirnir að passa sig á því á því að taka ekki orð embættismanna sem lög, heldur beita sinni eigin dómgreind á málin. En þar koma atriði eins og traust inn í og þar er vandrataður meðalvegurinn.

 


mbl.is REI verði í 100% eigu OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Stutt en góð samantekt. Ég er forvitinn að sjá hvað verður um þennan nýja borgarstjórnarmeirihluta. Er hann starfhæfur, með tvo menn margsaga í sínum málum, búnir að henda milljarði í spýtnarusl og eru algerlega rúnir trausti jafnvel samflokksmanna sinna?

Tekst Vilhjálmi að skipa sjálfan sig sem borgarstjóra að ári, eða verður búið að grípa í taumana og koma almennilegu fólki að? Munu svik og lygar borga sig í næstu kosningum? Verða kjósendur búnir að gleyma öllu þá og kjósa að láta traðka á sér aftur? 

Theódór Norðkvist, 7.2.2008 kl. 16:31

2 identicon

Einmitt Theódór. Það hlýtur einhver að bera pólitíska ábyrgð.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 17:06

3 Smámynd: Hagbarður

Mér finnst þessi úttekt vera hálfgerður "kattaþvottur".

Hagbarður, 7.2.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Mér finnst undarlegt að því sé ekki haldið til haga að Umboðsmaður Alþingis er að vinna úttekt á málinu og innri endurskoðun borgarinnar einnig. Úttekt Umboðsmanns hefur það gildi sem fjölmiðlar eru að kalla eftir að skýrsla stýrihópsins hafi. Það hefur hún ekki.

Gestur Guðjónsson, 7.2.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband