Hvenær fáum við að sjá afstöðu Íslands í loftslagsmálum?

Var á fundi SA um loftslagsmál í morgun. Var hann virkilega áhugaverður og ber SA þökk fyrir framtakið.

Kom margt merkilegt fram þar.

Helst fannst mér merkilegur sá vinnugangur sem er viðhafður við gerð sáttmála eins og loftslagssáttmálanna. Hefur hann verið afar dramatískur og hefur hlutur forseta þinganna verið ótrúlega mikill og virðist skipta afar miklu hvernig þeir höndla sitt starf. Eins var áhugavert og í rauninni ógnvekjandi hafandi Þyrnirósarsvefn ríkisstjórnarinnar í huga að heyra það hversu óhemju mikla vinnu þurfti að leggja í að fá sérstöðu Íslands viðurkennda í Kyoto. Var um áralanga vinnu að ræða.

Fyrir liggur að fyrir 22. febrúar þarf Ísland að senda inn sína sýn í loftslagsmálum til samninganefnda alþjóðasamfélagsins. Ef ríkisstjórnin ber einhverja virðingu fyrir þingræðinu ætti að fjalla um stefnu Ísland og sýn í sölum Alþingis. Alþingi hefur hið stefnumarkandi vald en ríkisstjórnin á að framfylgja því.

Hitt sem vert er að hafa í huga og hlýtur að vera okkur umhugsunarefni, er, að þrátt fyrir íslenska ákvæðið, þá eru miklar kvaðir lagðar á okkur hin og verðum við svo sannarlega að girða okkur í brók í okkar hegðun. Á það sérstaklega við um samgöngumálin. Við erum náttúrulega komin í höfn með rafmagnsframleiðsluna og húsahitunina, sem eru stór þáttur í aðgerðum annarra ríkja, en við fáum kannski ekki viðurkennt, því við vorum komin svo langt þegar viðmiðunin var tekin, öfugt á við t.d. Norðmenn.

En ef ráðherranefndin fer ekki að koma með tillögu að stefnumörkun inn á Alþingi innan örfárra daga, er hún að bregðast skyldu sinni og vinna landi og þjóð stórtjón.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Gestur !

Óskylt þessarri umfjöllun. Ertu dús, við svar mitt, á síðu minni fyrir stundu ?

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband