Árni Páll Árnason boðar verðbólgu eða atvinnuleysi

Það er eins og Samfylkingarmenn séu orðnir gersamlega vitfirrtir í trúboði sínu fyrir ESB aðild.

Að láta hafa eftir sér á opinberum vettvangi að krónan sé að kosta íslensk heimili 50-100 milljarða árlega án nokkurra fyrirvara er þvílík vitleysa að manni fallast bara hendur að fólk sem heldur þessu fram sé kosið á Alþingi.

Það getur vel verið að munurinn á vaxtagreiðslum ef evruvextir væru á Íslandi sé eitthvað af þessari stærðargráðu, en það sem hann segir ekki og verður að segja um leið er, að ef vextirnir væru ekki þetta háir væri verðbólgan mun hærri á Íslandi eða þá atvinnuleysið. Kostnaður heimilanna vegna verðbólgu væri örugglega af svipuðum stærðargráðum eða dýrari ef vextirnir hefðu verið svipaðir á Íslandi og á evrusvæðinu og ef reynt væri að ná sömu hagstjórnaráhrifum án verðbólgu getur það ekki kostað annað en atvinnuleysi með þeim hörmungum sem það hefur í för með sér fyrir allt og alla.

Það er nefnilega ekki af illgirni sem stýrivextir Seðlabankans eru svona háir. Það hefur verið mikil þensla og vöxtur í íslenska hagkerfinu, sem flestir ef ekki allir hafa notið góðs af og til að verðbólgan fari ekki alveg úr böndunum þarf háa stýrivexti. Ef hagvöxturinn hefði verið minni, væru vextirnir einnig lægri, en um leið myndi kaupmáttaraukning heimilanna einnig stöðvast eða glatast.

Svo virðist sem Jón Sigurðsson, kratinn þeas, hafi ekki komið þessu á kennsluskrána í stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar, þrátt fyrir að hafa gefið út að mörgu leiti ágæta kennslubók um efnið. Það er virkilega slæmt.

Þegar íslenska hagkerfið hefur náð jafnvægi, eru fyrst forsendur til að spá í peningastefnu þjóðarinnar. Á forsendum okkar eigin metnaðar og hagsmuna. Þar verður að taka tillit til margra þátta.

Hvort niðurstaðan verði upptaka Evru með eða án inngöngu, einhver tenging við Evru eða einhvern annan gjaldmiðil eða myntkörfu verður fyrst tímabært að leita svara við þá, en því lengur sem ríkisstjórnin gerir ekki neitt til að hjálpa Seðlabankanum, því lengra líður þangað til að það verði hægt. Þannig má segja að ríkisstjórn Árna Páls sé sífellt að fjarlægjast ESB aðild með framferði sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Calvín

Verð að taka undir að Árni Páll er tifandi tímasprengja í þessu stjórnarsamstarfi. Hann ætti að spara stóru orðin og standa við þau minni.

Calvín, 9.2.2008 kl. 19:01

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

“Höfuðástæða aðildar Íslands að EES á sínum tíma var tollfríðindi fyrir fisk sem metin voru að verðmæti um tveggja milljarða íslenskra króna. Sem hlutfall af heildarútflutningstekjum var þessi upphæð 1.6% en 0,5% af vergri landsframleiðslu. Ef við skoðum hvað þessar hlutfallstölur þýða miðað við þjóðhagsreikning 2006, fáum við tölu milli 4 og 5 milljarða króna. Það er með öðrum orðum núvirt verðmæti þeirra hagsmuna sem mestu skipti fyrir okkur við aðild okkar að EES,” sagði Árni Páll Árnason, alþingismaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, í ræðu á ráðstefnu norsku Evrópusamtakanna í dag þar sem hann var frummælandi ásamt Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs.

“Kostnaður heimila og fyrirtækja af íslensku krónunni er hins vegar í dag metinn á milli 50 og 100 milljarða króna á ári. Ekkert sýnir betur hversu gríðarlegir hagsmunir eru af því að fyrir íslensk fyrirtæki og heimili að fá stöðugan og viðskiptahæfan gjaldmiðil.”

Tvær stéttir í landinu
Árni Páll fjallaði í ræðu sinni um að vægi íslensku krónunnar í viðskiptum hafi minnkað hratt: “Skuldir heimilanna í erlendum gjaldmiðli jukust á síðasta ári og nema nú um 16% lána heimilanna. Nærri 70% lána til íslenskra fyrirtækja eru nú í erlendum gjaldmiðli og það hlutfall eykst stöðugt. Sífellt fleiri fyrirtæki gera nú upp í erlendum gjaldmiðli og sækjast eðlilega eftir að draga úr gjaldmiðilsáhættu sinni með því að bjóða launagreiðslur að hluta í evrum. Þessi þróun ýtir undir nýja tegund misskiptingar í íslensku samfélagi. Ef svo fer fram sem horfir er þess skammt að bíða að í reynd verði tvær stéttir í landinu. Annars vegar forréttindastéttin sem á þess kost að fá laun greidd í evrum og getur þá tekið lán án áhættu á miklu lægri vöxtum í evrum. Hins vegar verði óbreyttur almenningur, rétt eins og rúbluþjóðin í biðröðunum í Sovétríkjunum, sem þurfi að búa við ofurvexti hins örsmáa íslenska hagkerfis, sífellt óstöðugri krónu og bera áfram byrðarnar af fákeppnisfyrirkomulagi á öllum helstu mörkuðum.”

Embættismannasamningur
“EES-samningurinn er embættismannasamningur, rekinn á forsendum stjórnvalda Íslands og Noregs. Hann tryggir stjórnvöldum og þjóðkjörnum fulltrúum ekki sambærileg áhrif á þróun mála og í aðildarríkjum ESB. Þótt almenningur og fyrirtæki njóti réttinda á grundvelli samningsins, er hinni lýðræðislegu þátttöku mikil takmörk sett,” sagði Árni Páll. “Fyrir liggur að samkvæmt hinum nýja umbótasáttmála verður Evrópuþingið áhrifamest í löggjafarferli Evrópusambandsins. Jafnframt munu þjóðþing aðildarríkja ESB fá aukin áhrif á þróun Evrópusamrunans. Alþingi og Stórþingið munu hins vegar sitja eftir sem áhorfendur að þeirri þróun. ”

Lýðræðisskortur
“Íslendingar og Norðmenn hafa oft gagnrýnt ESB fyrir þann skort á lýðræði sem lengi einkenndi [ESB]. Sú gagnrýni hefur auðvitað komið úr hörðustu átt því innan EES-samningsins eru engin formleg lýðræðisleg áhrif á ákvarðanatöku. Það er hins vegar sérkennileg kaldhæðni að ákvörðun okkar um að halda okkur við smáþjóðaleika EES valdi því að þjóðkjörnir fulltrúar, fyrirtæki, verkalýðshreyfing og borgarar á Íslandi og Noregi fái nú ekki notið þeirrar lýðræðisþróunar sem orðið hefur í leikreglum á vettvangi ESB á síðustu árum. Erfitt er að finna betri dæmi um hversu óskynsamleg dýrkun sérstöðu ríkja umfram sameiginlega hagsmuni getur verið.”

“Þátttaka í Evrópusamrunanum er fyrir mér alþjóðahyggja í sinni bestu mynd. Það er af því að með Evrópusamrunanum hefur náðst sátt um að samfélagsþróunin í aðildarríkjunum verði til fyrir lýðræðislega samræðu, en sé ekki knúin fram á forsendum fyrirtækja, stjórnvalda eða sérhagsmunahópa. Hvert ríki, hvert sveitarfélag, hver einstaklingur, hvert verkalýðsfélag, hvert fyrirtæki tekur þátt á sínum forsendum eftir almennum, sanngjörnum leikreglum.”

--------------------------------------------------------------------

Sagði þessi voðalegi maður, hvað er svona ægilegt við þennan boðskap? 

Baldur Fjölnisson, 9.2.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hann er bara pólitíkus sem er að lýsa ástandi sem hefur verið skipulega búið til. Það þýðir ekkert að þykjast koma af fjöllum með það. Við höfum kerfisbundið útrýmt trúverðugleika seðlabankans og þar með eigin gjaldmiðils með því að hrúga þangað málefnalega gjaldþrota stjórnmálamönnum og jábræðrum þeirra. Þetta er meðvituð stefna. Hvernig væri nú að reyna að snúa henni til baka?

Baldur Fjölnisson, 9.2.2008 kl. 21:14

4 Smámynd: haraldurhar

  Árni Páll er einungis að lýsa ástandinu eins og það er í raun, og tek ég hattinn niður fyrir þann kjark sem hann sýnir með þessari ræðu.

   Gestur að halda að stýrivextir uppá 13.75% séu til að halda verðbólgu í skefjum, fær ekki staðist í opnu hagkerfi eins og við höfum nú, í besta falli má segja þeir virki eins og eitt sandpokalag á stýflugarðinn, til að halda aftur af flóðinu.  Að halda uppi gengi krónunar með vaxtaokri, og fóðra erl. fjárfesta´til margra ára,  með met vöruskiptahalla, er einungis ávísuna á stærra fall hennar.

   Það er alvarlegt að skrá kr. þanning að enginn útflutingstarfsemi. né samkeppnisiðnuður fær þrifist hér á landi.  Mér þykir ekki ólíklegt að skrif þín veri á allt annan veg síðar á þessu ári.

haraldurhar, 9.2.2008 kl. 23:49

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ægir: Ert þú að melda pass gagnvart 60% kaupmáttaraukningu? Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið. Kaupmáttaraukningin var kannski of hröð og þess vegna þarf að stemma stigu við einkaneyslunni, með háum stýrivöxtum. Í því felast mistök síðustu ríkisstjórnar. Mistök núverandir ríkisstjórnar er að gera nákvæmlega ekki neitt og skella skollaeyrum við öllum viðvörunarmerkjum. Það er óábyrgt

Haraldur Takk fyrir eina málefnalegustu orðræðu um þetta mikilvægasta efni ísl þjóðfélagsumræðu seinni ára. Að vísu verð ég að segja að þú ferð samt villur vegar. Til að fá vextina til að virka, eins og ég veit að þeir eru farnir að gera og þeir þurfa að gera. Vextirnir þurfa að vera háir um einhvern tíma, því miður. Hvort gengið breytist í takt við það, eða dynti spákaupmannanna get ég auðvitað ekki spáð fyrir um, en ef mönnum farnast að stýra genginu á þann hátt að atvinnulífið njóti góðs af og þar með við öll, hefur vel tekist til. Því miður virðist ekkert slíkt vera á prjónunum þessa dagana.

Calvin: Rétt

Gestur Guðjónsson, 10.2.2008 kl. 02:57

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Baldur: Þú hefur óþægilega rétt fyrir þér, en það breytir samt ekki niðurstöðu minni.

Gestur Guðjónsson, 10.2.2008 kl. 03:13

7 Smámynd: Anderson

Sæll, rak augun í að þú telur að ef vextirnir væru ekki svona háir þá væri atvinnuleysið meira. Mér sýnist þú snúa þessu við svona fundamentally, lægri vextir eru gerðir til þess að örva hagkerfið og þar með lækka atvinnuleysi. Um þetta er ekki deilt. Það sem hefur hins vegar gerst er að sama hvað SB hækkar vexti þá virðist það ekki slá nægilega á hagkerfið og atvinnuleysi er nú með lægsta móti 0,8% sem er langt fyrir neðan náttúrulegt atvinnuleysi hér á landi. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður.

Annars er ég sammála Haraldi með gengið, þetta getur ekki verið svona til lengdar og aðgerðir SB til að halda sterkri krónu í dag er ávísun á meira fall hennar síðar. Pant ekki eiga húsnæðislán í EUR þegar sá dagur kemur.

Annars er ég ánægður með að þú skrifir um þetta, það er hollt að fólk tjái sig um mál eins og gjaldmiðil eða stýrivexti og að umræða skapist. Gættu þín bara á að vera með á hreinu hvaða áhrif vextir hafa hina ýmsu þætti hagkerfisins.

Anderson, 10.2.2008 kl. 10:36

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Anderson: Rétt, ég var ónákvæmur þarna. En hefðum við ekki stýrivaxtaverkfærið hafa menn bara tvær breytur að vinna með, atvinnustigið og verðbólguna. Til að hægt sé að nota atvinnustigið sem stjórntæki, verður atvinnuleysi að vera til staðar.

Gestur Guðjónsson, 10.2.2008 kl. 10:53

9 Smámynd: Sævar Helgason

Mér finnst þessi ræða Árna Páls afar skýr og gagnorð og hann skilgreinir þennan myntvanda sem í vaxandi mælir herjar á okkur Íslendinga með mjög skiljanlegum hætti. Er það ekki raunveruleiki að íslensk fyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að greiða hluta launa í EUR og þýðir það ekki að það fólk er í raun á ESB svæðinu með sín lífskjör ?  Og nú þegar harðnar dalnum á hinum alþjóðlega fjármálamarkaði og gengisfall krónunnar á næsta leiti...hvað verður þá um það fólk sem hefur tekið sín húsnæðislán (90-100%) í erlendri mynt (EUR) en afborganir í ísl.kr ?

Mér sýnit að Íslendingar standi frammi fyrir alvarlegum ákvörðunum varðandi EBS inngöngu.

Sævar Helgason, 10.2.2008 kl. 12:20

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er alveg ljóst að ef við hefðum haft FAST GEGNI á s.l árum hefði hér ALDREI orðið hér eins
mikill hagvöxtur og raun ber vitni. Hefðum t.d ALDRE geta ráðist í allar framkvæmdirnar fyrir austan. En einmitt út af FLJÓTANDI GENGI gat
íslenzkt efnahagslíf samlagast þeirri miklu spennu sem myndaðist í hagkerfinu þannig að ekki kom til harkalegrar lendingar út af því.

Hins vegar er það alls ekkert LÖGMÁL að krónan sé algjörlega FLJÓTANDI við þær aðstæður sem við búm við í dag. Getum t.d tengt hana við annan gjaldmiðil með ákveðnum
frávikum.

Og gleymum því ekki að í öllu umrótinu á erlendum fjármálamörkuðum í dag flökta hinu
stærstu gjaldmiðlar upp og niður, sbr dollarinn.
Og EF ALLT FER Á VERSTA VEG gæti það verið
okkar STYRKLEIKUR að  hafa OKKAR EIGIN MYNT. Því í neyðartilfellum (krísa á alþjóðagjaldeyris-
markaði) geta íslenzk stjórnvöld ALLTAF gripið
inn í gengisskráningu eingöngu út frá ÍSLENZKUM hagsmunum og efnahagsástandi
á Íslandi. Það gætum við ekki með erlendan
gjaldmiðil.
 
Á evrósvæðinu hafa t.d margir fjármálafræðingar
áhyggjur á misgengi milli suður-og norðursvæðis
ef óróinn á fjármálamörkuðm halda áfaram.
Því Evrulöndin eru svo mismjöfn hvað efnahag
varðar, en Evran TEKUR NEFNILEGA EKKERT
TILLIT TIL AÐSTÆÐNA í hverju Evrulandi fyrir
sig. Ef allt fer á versta veg gæti myntbandalagið
hreinlega sprungið. Svo eru menn hér uppi á
Íslandi talandi um evrupptekningu hér.

Og að lokum talandi um háa vexti á Íslandi.
Þeir eru ALFARIÐ HEIMATILBÚNIR og koma
krónunni EKKERT VIÐ. T.d hefur verið bent á
það með skýrum rökum, sbr sjávarútvegsráð-
herra, að ef húnæðisvísitalan hefi EKKI verið
inní verðlagsvísitöllunni á undanförnum árum
hefði verðbólgan verið álíka og innan ESB, en
innan ESB er húsnæðisvísitalan ekki reiknuð
með. Því fasteignakaup eru EIGNABREYTING
en ekki neysla.

Það er því margs að gæta í þessu og hróp
Árna Páls honum ekki til sóma.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.2.2008 kl. 15:41

11 Smámynd: haraldurhar

    Eg spyr nú bara þeirrar einföldu spurningar hversvegna er tekur ekkert land í heiminum upp peningastefnu Seðalabankans, ef hún er svona góð og skilvirk eins og mér virðist margir hér inni virðast álíta.   Ekkert land, sem við viljum bera okkur saman hefur viðlíka okurstýrivexti, held að eina ríkið sem nálgast okkur sé Tyrkland.  Þetta íslenska módel var við líði í Suður-Ameríku, og reyndist þeim dýrt.

   Eins og flestir vita þá hefur ísl. kr einungis verið gjaldmiðill þeirra sem minna meiga sín, og á ég þar bæði við fjölskyldur og veikari fyrirtæki.   Okurvextirnir hafa ekki stýrt neinu öðru en því að koma þeim veikari lengra niður á hnéin.

   Eg álít að Seðlabanki hefði slegið frekar á verðbólgu með því að halda binndiskylduni, eða jafnvel hækka hana á síðusur árum, í stað þess að afnema hana að fullu.  Trúverðuleiki Seðalbankans hvarf með öllu er stjórn hans ákvarð á sl. vori að hækka laun bankastjóra sinna, umfram verðbætur, og rökstuddi þau með því að laun undirmanna þeirra hefðu hækkað.  Þetta eru mennirnir sem tala um að halda aftur að verðbólgu.

   Að lokum vil ég benda á að á sl. hausi voru allar stórar ferðatöskur uppseldar, og þetta eitt og sér segir mér meir um hversu gjaldmiðillinn er rangt skráður.

haraldurhar, 10.2.2008 kl. 17:07

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Haraldur. Seðlabankinn er ekki vandamálið, og
EKKI krónan, heldur það efnahagsumhverfi sem
VIÐ höfum SJÁLF skapað. Eins og ég benti á hér á undan hvers vegna í ÓSKÖPUNUM er ekki fyrir
lífandis löngu búið aðð taka húsnæðisvísitöluna
út úr verðlagsvísitölunni? Þetta fyrirkomulag þekkist hvergi á byggðu bóli en hér. Ef við
hefðum SÖMU mælieiningu á verðbólgu og innan
ESB væri verðbólgan álíka hér og þar, sem þýddi
hvað?  Mun minni vxtir en við höfum þurft að búa við. Hvers vegna gerðu stjórnvöld EKKERT í
þessu? Og verkalýðshreyfingin segir ekki múkk.
Þrátt fyrir að hér sé um tja hundruðir  milljarðar
króna að ræða sem launþegar þurfa að blæða
fyrir þessa okurvexti. OKURVEXTINA af MANNAVÖLDUM! ÖKURVEXTI ákveðna á
p'OLITÍSKUM ÁSTÆÐUM hérlendis með sam-
þykki af því er virðist allra aðila vinnumarkaðarins. Sömuleðis verðtrygging.
Af hverju er aldrei hróflað við þenni? Króna
og Seðlabanki hafa um það EKKERT að segja
heldur ÍSLENZK STJÓRNVÖLD hverju sinni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.2.2008 kl. 17:26

13 Smámynd: Anderson

Haraldur: Eins og mér fannst fyrri færslan þín góð er þessi síðari slæm. Í fyrsta lagi eru fjölmörg lönd með verðbólgumarkmið sem höfuðmarkmið, má þar nefna flestar norðurlandaþjóðanna, Bretland, Evrusvæðið og fleiri. Sömuleiðis er meirihluti Eyjaálfu með verðbólgumarkmið, Nú er talið upp umtalsvert af hinum vestræna heimi.
Hins vegar er rétt hjá þér að fá lönd sem við berum okkur saman við í flestum tillitum eru ekki með svona háa vexti, en hins vegar eru lönd sem teljast til nýmarkaðsríkja á borð við okkur, eins og Tyrkland og Nýja sjáland með svipaða vaxtastöðu.
Íslenska módel í suður-ameríku? Held þú hljótir að vera að ruglast.
Varðandi bindiskylduna þá hefur ekkert reynt á hana undanfarin ár, bankarnir verða að halda lágmarks grunni lausafjár sama þótt SB ísl segi það eða ekki og er sú lausafjárþörf hærri heldur en bindiskylda SB kvað á um. Þótt hún hafi verið afnumin hafði það engin áhrif. En ég er sammála að það var líklegast engin þörf á því heldur að afnema bindiskylduna.
Skemmtilegt dæmi líka hjá þér með ferðatöskurnar, þótt ég myndi fara varlega í að dæma um verðlagningu gjaldmiðla út frá birgðastöðu ferðataskna.

Gestur: Þú nefnir í svarinu þínu til mín að stjórntækin séu atvinnustig og verðbólgu ef ekki eru stýrivextir. Langar enn að leiðrétta þig, atvinnustig er ekki stjórntæki eða breyta heldur er stjórntækjum á borð við fjármálastefnu hins opinbera beitt til að hafa áhrif á atvinnuleysi og verðbólgu sömuleiðis. Það er ekki hægt að stýra atvinnuleysi beinlínis... en við viljum hafa áhrif á atvinnuleysi og verðbólgu með stýritækjum, sem aftur hefur svo áhrif á markmiðið okkar, hvort sem það sé verðbólgumarkmið eða ákveðið atvinnumarkmið.
En kannski átta ég mig ekki alveg á hvað þú meinar með að "ef atvinnustig á að vera stýritæki þá þarf atvinnuleysi að vera til staðar", mátt endilega hjálpa mér að skilja þig betur og útskýra það nánar.

Anderson, 11.2.2008 kl. 00:19

14 Smámynd: haraldurhar

   Eg er sammála varðandi húsnæðisvísitöluna, en ég held að rétt sé að taka hana ekki út fyrr en við erum búinn að fá leiðréttingu á húsnæðisverðinu, sem ég spái að verði sú stærsta síða 68 til 70.

   Það er rétt að Seðlabankinn er ekki eina vandamálið, en hann er stór vandamál, ef draga hefði átt úr þennslu tel ég að eitt besta meðal sem hann hafði var að auka binndiskyldu.  Eg er sammála þér með ríkisstjórnina og aðgerðarleysi hennar, það er eins og þeir sem þar sitja haldi að peninunum rigni af himnum ofan,  en komast bráðlega að staðreyndunum er þáttatekjurnar nánast hverfa, og allar neyslutekur þeirra dragast saman.

    Það er einning rétt að verkalýðssamtökin hafa haft sig lítt frammi í umræðuna um vaxtaokrið, en Samtök vinnuveitenda, með Vilhjálm í broddi fylkingar hefur margoft í ræðu og riti vakið athygli á vaxtaokrinu verði að linna.

    Verðtryggingin  þar er ég bæði með og á móti, en tel að hún hafi verið íllskársti kosturinn á undanförnum mánuðum,  en að sjálfsögðu á hún að hverfa, um leið og tekinn verður upp eðlileg og heilbrigð stjórnum peningamála hér, og hætt verður að misbjóða okkur með að skipa í stjórn og bankastjóra, útbrunna pólitíkusa. Það hlítur að vera krafa okkar að í Seðalabankanum ´se einn bankastjóri, sem hefur til þess tilskylda menntun og reynslu, og í stjórn hans se skipuð kunnáttufólki, sem ég held reyndar að samfylkingin hafi farið fram á við Sjálfstæðisflokkin, en hanns svar var að ráða Halldór Blöndal, sem tók við Helga sem er nú best að tala sem minnst um.

kv. h.

haraldurhar, 11.2.2008 kl. 00:33

15 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Anderson: Atvinnustigið er auðvitað ekki beint stjórntæki, en ég er að vísa til þess að t.d. í Danmörku halda stjórnvöld reglulega fundi með atvinnurekendum og hvetja þá til ráðninga eða aðhalds eftir því hvernig árar. Auðvitað fara fyrirtækin mismikið eftir þessu, en það hefur vissulega haft áhrif. Hafa skattabreytingar verið notaðar í þessu sambandi til að auka nýráðningar sem svo hafa verið felldar úr gildi ef hægja þarf á. Þetta er ömurlegt verkfæri sem við eigum vonandi aldrei eftir að þurfa að nota.

Rétt er að leiðrétta það sem fram hefur komið um að húsnæðisvísitalan sé hvergi inni í verðbólgumarkmiðunum, þótt hún sé kannski ekki inni í neysluvísitölunni. Það er afar mismunandi og vísa í ágæta samantekt hjá Seðlabankanum í því sambandi, sem er að vísu aðeins orðin gömul.

Gestur Guðjónsson, 11.2.2008 kl. 10:48

16 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Anderson. Þú ert að misskilja mig. Var ekki að tala um íslenska módelið í suður
Ameríku. Var að tala um hið raunverulega misgengi milli norðurhluta og suðurhluta
Evrusvæðisins sem fjármálafræðingar hafa miklar áhyggjur af ef krísan heldur
áfram á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, og sem sumir spá kreppu. Vegna þess
að efnahagsástand þjóða er MJÖG mismunandi á Evrósvæðinu en gengi evrunar
og vaxtapólitík Evrópska seðlabankans TEKUR EKKERT TILLIT TIL ástandsins í
hverju ríki fyrir sig. Þannig getur ákveðin gengisskráning evrunar og vaxtapólitík
Evrópska seðlanbankans virkað mjög mismunandi fyrir efnahagsástand hvers
ríkis fyrir sig á Evrusvæðinu. Evrópski seðlabankinn horfir einungis til HEILDARHAGSMUNA, og þá eins og oftar verða minni hagsmunir smærri ríkja
að víkja fyrir þeim stærri. - Þannig að við getum rétt ímyndað okkur hvað litla
Ísland myndi vega lítið í slíkum mælingum.

Við lifum nú á MJÖG viðsjárverðum tímum varðandi frjármálastöðu heimsins.
Ef allt færi á versta veg held ég að þá sé mjög mikill akkur í því að hafa
EIGIN GJALDMIÐIL sem við höfum FULLAN YFIRRÁÐ YFIR og getum nánast
stjórnað með handafli til að verjast verstu kreppuáhrifin. Það gætum við hins
vegar ALLS EKKI GERT með erlendan gjaldmiðil. Finns allt of margir ekki líta
til þessa  öryggisventils varðandi íslenzku krónuna. Líka af því erum svo mjög
háðir erlendum viðskiptum sbr útflutninginn... 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.2.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband