Góðir samningar í höfn en bakreikningurinn bíður

Það ber að hrósa SA, ASÍ og ríkisstjórninni fyrir samningana og útspil í tengslum við þá.

Maður getur ekki annað en fagnað því að þeir sem lægstu launin hafa fái mestu hækkanirnar og leiðrétting skerðingarmarka var tímabær og gott að þessir samningar gefi svigrúm til þess. Það er alltaf hægt að segja að meira hefði þurft að gera, en eins og staðan er í efnahagslífinu núna, er óhægt um vik að verða við því. SA og ASÍ hafa með þessum samningi gert sitt til að ná stjórn á verðbólgunni. Flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar liggja inni í framtíðinni og geta bara kallað á eitt, ef hún ætlar að róa í sömu átt og Seðlabankinn, SA og ASÍ. Minnkuð útgjöld ríkissjóðs.

Verður það mikil breyting frá fimmtungs aukningu á ríkisútgjöldum yfirstandandi árs. Aukning sem varla verður pláss fyrir í efnahagslífinu á komandi árum. Ríkisstjórnin verður um leið og hún setur fram þessi loforð að svara því hvernig hún ætlar að fjármagna þau, þannig að verðbólgunni verði haldið í skefjum. Hvaða framkvæmdum ætlar ríkisstjórnin að fresta og hvaða samfélagsþjónustu á að draga úr á móti þessum aðgerðum?

Eða ætlar ríkisstjórnin áfram öðrum að axla ábyrgð í efnahagsmálum þjóðarinnar?


mbl.is 20 milljarðar í aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, já...Gestur. Ríkisstjórnin kann að axla ábyrgð... annað með suma

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Gísli. Ég veit ekki betur en að Framsókn sýni fulla ábyrgð í sínum málflutningi. Mun meiri en aðrir flokkar í stjórnarandstöðunni. Við skulum svo sjá hvað gerist þegar nammipokinn stendur tómur á seinni hluta kjörtímabilsins.

Gestur Guðjónsson, 18.2.2008 kl. 15:10

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er hlægilega lélegur brandari.

Á næstu þremur árum rakar ríkishítinn inn um 1200 milljörðum króna. Þetta snýst því um eitt komma eitthvað prósent af innkomunni og hítin mun leika sér að því að ná því inn aftur með hækkuðum gjöldum.

Baldur Fjölnisson, 18.2.2008 kl. 18:14

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Baldur: Ertu sem sagt að leggja til að gjaldtaka í samfélagsþjónustunni eigi að halda áfram að hækka?

Gestur Guðjónsson, 18.2.2008 kl. 18:46

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nei, ég er ekki að leggja það til.

Ég hefði viljað sjá amk. 50 þús. króna hækkun persónuafsláttarins á næstu þremur árum og á móti 1-2% söluskatt á öll hlutabréfa- og verðbréfaviðskipti og niðurskurð á ýmsum atvinnuleysisgeymslum og forsjárhyggjuapparötum sem kommúnistar hafa hrúgað hér upp sl. áratugi. Við erum langt komin með að slá heimsmet í skatta- og gjaldaæði og ríkisútþenslutryllingi.

Baldur Fjölnisson, 18.2.2008 kl. 19:04

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Persónuafslátturinn má ekki verða það hár að skattleysismörkin verði hærri en lágmarkslaun. Þá nýtist ekki fjármagnið til tekjuöflunnar, ef menn vilja nýta skattkerfið til jöfnunar, sem ég vil. Þess vegna er svo há hækkun sem þú leggur til óskynsamleg, þótt ég sé þeirrar skoðunar að maður eigi ekki að greiða skatt af því sem maður þarf til nauðþurfta.

Gestur Guðjónsson, 18.2.2008 kl. 19:21

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að 150 þús. króna ráðstöfunartekjur séu núna algjört lágmark til að komast einhvern veginn af í þessu ótrúlega okurþjóðfélagi okkar og sé því ekki ástæðu til að leggja tekjuskatt á slíkt.

Baldur Fjölnisson, 18.2.2008 kl. 21:14

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við höfum haldið uppi fölskum kaupmætti gegnum krónuna með því að laða hingað erlent spekúlantafjármagn - og þannig haldið uppi gengi krónunnar. Núna eiga þessir spekúlantar í raun landið fyrir aðeins átta-níuhundruð milljarða vegna þess að við höfum verið með heiladautt lið í fjármálaráðuneytinu og seðlabankanum. Þeir geta fellt krónuna um tugi prósenta þegar þeim sýnist. Þetta er hinn hræðilegi veruleiki.

Baldur Fjölnisson, 19.2.2008 kl. 00:10

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við erum að tefla við flókin stærðfræðmódel og afar gáfaða menn og við höfum  teflt fram á móti þeim Valgerði Sverrisdóttur og Halldóri Blöndal og Davíð Oddssyni. Halló? Er einhver vakandi? Ennþá?  

Baldur Fjölnisson, 19.2.2008 kl. 00:16

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæll Baldur: Það var gerð rannsókn á lágmarksframfærslu (og þá miðað við bjúgu en ekki steikur) fyrir einhverju síðan og held ég að niðurstaðan þá hafi verið 124 þús, svo 140-150 þús er líklegast talan í dag. Ég held að þú hafir rétt fyrir þér að þessi 60% kaupmáttaraukning síðustu 12 ára er að einhverju leiti á sandi byggð. Hversu miklu veit ég ekki, en alls ekki öllu leiti. Raunverulegur hagvöxtur hlýtur að byggjast á framleiðsluaukningu, ekki gengissveiflum. Það sem er umfram það er loft sem ekki er hægt að treysta á.

Gestur Guðjónsson, 19.2.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband