Orð dagsins...
19.2.2008 | 16:46
...á Björgvin G Sigurðsson, viðskiptaráðherra þegar hann sagði á Alþingi í dag, að
"eina leiðin sem hann teldi færa í framtíðinni væri að sækja um aðild að Evrópusambandinu og Myntbandalagi Evrópu."
Taldi hann að leiða yrði þessa umræðu til lykta á næstu misserum.
Ég get engan veginn skilið orð forsætisráðherra undanfarið með sama hætti, en það er hann sem fer með efnahagsmál þjóðarinnar. Einnig get ég engan vegin lesið þetta út úr stjórnarsáttmálanum, þar sem reynslan af EES samningnum er dásömuð.
"Ríki Evrópusambandsins eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur reynst þjóðinni vel og hann er ein af grunnstoðum öflugs efnahagslífs þjóðarinnar. Skýrsla Evrópunefndar verði grundvöllur nánari athugunar á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði í framtíðinni best borgið gagnvart Evrópusambandinu. Komið verði á fót föstum samráðsvettvangi stjórnmálaflokka á Alþingi sem fylgist með þróun mála í Evrópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Nefndin hafi samráð við innlenda sérfræðinga og hagsmunaaðila eftir þörfum."
Getur verið að ráðherra sé enn og aftur að tala sem þingmaður en ekki ráðherra, því ég þekki vel persónulegan hug hans til málsins. Hann verður að láta vita með hvorn hattinn hann er með þá og þá stundina, svo maður geti áttað sig á því hver stefna ríkisstjórnarinnar er og við hverju megi búast af henni.
Hins vegar er alveg rétt að peningamálastefnan er komin í öngstræti sem komast þarf út úr, þá fyrst með því að setja raunhæf verðbólgumarkmið, hugsanlega að tengja krónuna við aðra gjaldmiðla eða myntkörfu. En fyrst og fremst þarf að ná tökum á efnahagslífinu.
Eina leiðin að sækja um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Orð dagsins | Breytt s.d. kl. 16:52 | Facebook
Athugasemdir
Blaðrið í þessum ráðherra er að verða stærra vandamál en blaðrið í Steingrími Hermanssyni forðum daga.
Sigurður Sveinsson, 20.2.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.